Alltaf komin helgi.

Mér finnst vikurnar svo fljótar að líða að það er alltaf komin helgi áður en ég veitWoundering. Hef svo sem haft alveg nóg að gera..En á fimmtudagskvöldið fóru aukaíbúarnir (mýsnar) allir með tölu. þetta kostaði grát og gnístan tanna hjá dúllunni, en gleði hjá mömmunniJoyful. Nú þarf ég ekki að standa á haus annan hvern dag að þrífa búrin og gefa þeim að borða alla daga..Var ég nú eiginlega komin með alveg upp í háls af þessu öllu..Að ekki sé nú minnst á lyktinaSick, nú er hún farinn..En komstég að því þegar ég var að bóksstaflega sótthreinsa herbergi dúllunar, að fj..... lyktin loðir líka við veggi oj.Sem sagt þurfti að gera alveg hreint frá gólfi og upp í loftDevil

En ég ennþá að taka og henda dóti, svei mér þá hvað safnast í kringum mann yfir árin, þetta ætlar engann endi að taka, og er ég rétt byrjuðShocking. Dúllan er búin að vera upp á skaga alla helgina, þannig að ég hef alveg haft tímann fyrir mér, sem betur fer..

Mér finnst samt allaf gaman þegar ég finn einhverjar myndir á víð og dreif í draslinu, frá ymsum tíma í lifinu mínu. Sumum fylgja góðar tilfinningar, öðrum miður góðum, en fortíð er fortíð og loks er ég að ná að hugsa þannigPinch. komin tími tilPouty

Að vísu finn ég á svo mörgu að vorið sé að nálgast..Það sem hrellir mig mest á þessum árstíma er að það birtir svo snemma að ég er vöknuð fyrir allar aldir, alveg sama hvenær ég fer að sofa. Þetta er alls ekki nógu gott, en ég er yfirleitt verst af þunglyndinu einmitt þá, er sem sagt ekki eins og aðrirFootinMouth

Ég vakna með fuglunum og klukkan sex er ég farin að bíða eftir að klukkan verði sjö, til að getað farið á kreik, finnst eldur snemmt að vera byrjuð að sísla eitthvað fyrr...En í dag er ég orðin meðvituð um þetta og passa mig..Ég er rosalega lítil í mér, finns svo margt sorglegt og get grátið yfir ótrúlegustu hlutum, bara eins og fréttum sem í sjálfu sér eru ekki neitt svaka lega átakalegar, en nei unnsa gamla grætur yfir þvíFrown

Eins finnst mér ég sjá sorg og gleði í augum á svo mörgum og þegar ég sé börn með sorgleg augu, þá opnast allar flóðgáttir hjá mérBlush. En ég er að læra að láta þetta ekki fara á sálina mína, hún hefur neblega nóg á sinni könnu.

Nú er orðið stutt í að ég fari að vinna nokkra daga og hlakkar mig til og kviður fyrir..Það er mjög gott fyrir mig að komast á meðal fólks, en ég er alltaf hrædd um að klúðra einhverju..Ég er einmitt búin að fá einkennisbuxur, sem eru bara flottar, en þá verð ég nátlega í leiðinni að rífa mig niður fyrir hversu feit ég er..Sem sagt ekki alveg í lagiShocking.

Svo er orðið stutt í að lille fam í danmark komi, en þau lenda á klakanum á morgun, ég hlakka svo til að sjá þau afturInLove. Það verður yndislegt að fá þau í heimsókn og ekki spillir það, að Finnsi kemur með pappíra yfir hús úti sem við höfum áhuga á, það verður gaman að skoða það allt samanHeart

En í dag förum við á skagan, ég náði að væla mig í matarboð hjá Gummanum og Birnunni, hehe bara gaman og líka að fá dúlluna aftur heim, þótt ég hafi haft mjög gott af þessari barnapásu..Enda kom fleiru í verk heldur en ef hún er heima, þá finnst mér ég alltaf þurfa að vera eitthvað að stjana við hana þótt það sé nú ekki alveg þannig, bara eitthvað í mér sem segir að ég eigi að gera þaðSideways

En nú hætti ég sinni, fer að þamba kaffið mitt og taka meira tilTounge

Verum góð hvert við annað og njótum dagsins

kv unns 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Unnur mín njóttu þess að hugsa um sjálfa þig og taktu lífinu með ró,mig er farið að hlakka alveg hrikalega mikið til að hitta þig um páskana ef þú vilt hringja mig eða ég í þig ættum við kanski að skiptast á e mail adressum þar sem við getum látið númerin okkar fljóta á milli,en alla vega þá er mitt mail helgadg@simnet.is endilega sendu mér þitt mail eða símanr svo ég geti nú bjallað í þig elskan.Eigðu góðan sunnudag kæra vinkona.

knús á þig.

Helga skjol, 16.3.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.3.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hafðu það gott. Ég dáist að dugnaðinum í þér .

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:33

4 identicon

Hlakka til að sjá ykkur og knúsa :)

Ása (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

skil allveg hvað þú ert að tala um..... stendi einmitt í svona tiltektarpakka þessa dagana.... er að flytja..mitt mottó þessa dagana er... engin veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur......

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.3.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefurGóð

Birna Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 07:21

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð með flutninginn, ég er einmitt að fara að upplifa þetta næstu dagana

Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 08:09

8 Smámynd: Unnur R. H.

Tek þennan snjalla málshátt hér með að mér, flott Fanney

Unnur R. H., 17.3.2008 kl. 09:10

9 identicon

Ég er dugleg nú orðið við að henda eða láta annað það sem ég hef ekki not fyrir.Knús á þig duglega kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Hulla Dan

Góða skemmtunn. Að liggja yfir teikningum og upplýsingum um hús er ekki með því leiðinlegra sem ég geri

Hér eru allir komnir á fætur um 5 á virkum dögum (ekkert annað í boði) og þá er voða gott að heyra í fuglunum, já og hananum sem er vaknaður á undan okkur

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband