Alveg að gleyma mér..

Er búin að vera að henda og henda rusli..Þvílíkt sem ég safna í kring um mig alls konar dóti sem aldrei er notað, en nú ratar það beint í sorpu!! Annars var ég að lesa að fólk noti bloggið til að hjálpa sér með þunglyndi..Alveg viðurkenni ég það, að ég er í þeim hóp og er ekkert feimin við að viðurkenna það...Tengdardóttir mín hafði á orði við mig að ég skrifa meira um hvernig mér liði, á blogginu, en ég tali um dags daglega. Alveg  er ég sammála henni, ég geri það!!

Oft þakka ég guði fyrir að hafa skapað einhvern sem er svoooo klár að fatta upp á bloggiCool. Bara frábært. Mér hefur að vísu gengið betur, í gegn um árin, að tjá mig í skrifum heldur en í orðum. Ég veit að margir eru svona , þannig að bloggið er guðs gjöfInLove.

Ég hef verið að yfirfara fortíðina, svona í leiðinni, þar sem ég er að losa mig við dót tengda henni..Oft hef ég viljað óska þess að ég gæti breytt því sem liðið er, en núna er þetta allt að breytast..Kannski er ég bara að sættast við hlutina.En einkum kemur saknaður..Ég sakna margra góðra manneskna sem ég hef kynnst gegn um árin..Oftar en ekki er  það ég sem slít sambandi við fólk, kannski af skömm, eða af því að mér hefur fundist eftitt að útskýra mig og minni líðan fyrir öðrum..En halló, ég þarf þess ekki, ef fólk tekur manni ekki eins og maður er, með kostum og göllum, þá hef ég ekkert með það fólk að gera sem hefur komið inn hja mér neikvæðum hugsunum gagnvart sjálfri mérDevil.

Þetta er bara eitt af því sem er að poppa upp hjá mér, og já annað...Þegar ég fór að leyta mér hjálpar vegna áfengisvandræða, fyrir mörgum árum síðan, þá hélt ég það væru bara ljótt fólk, eins og ég, sem væru í þessum vandræðum. Þetta segir mér í dag hversu litið álit og skilning ég hafði á alkohólisma...Það kom mér rosalega á óvart að sjá gullfallegar konur sem áttu allt af öllu, vera í sömu sporum og ég, ætlaði bara aldrei að ná þessuW00t.

Sem betur fer hefur skilningurinn vaxið, en ekki get ég sagt að álitið á sjálfri mér hafi batnað mikið!!! En ég kemst þótt hægt fariWoundering. VonandiFootinMouth.

Ég var gift hér áður, ágætismanni, finnst mér í dag, en hann átti dóttur fyrir sem ég átti mikil samskipti við þegar hún var yngri.. Allt í einu hefur mér verið mjög mikið hugsað til hennar, eins og ég eigi eitthvað óuppgert í samskiptum við hana, ekki endilega slæmt, en eitthvaðPinch

Ætla að fara að skoða það eitthvað nánarWoundering.

En nú hætti ég, held frekar áfram við að henda fortíðinniWink

Höfum góða dagrest og verum góð hvert við annað.

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er það góða við fortíðina,við þurfum ekki að bjóða henni að búa hjá okkur.Fínt að leyfa henni bara að flytja sig

Birna Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Unnur ´mín, Þú ert alveg frábær stelpa,hreinskilinn og einlæg, þú átt það besta skilið, það seigi ég satt. Við göngum í gegnum mismikið um ævina EN við eigum bara það besta skilið. Ég vill meinba að guð leggur ekki meira á okkur en við getum tekið á móti. Hafðu það sem allra best Unnur mín

Kristín Gunnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert alveg einstök og ef fólk getur ekki tekið þér eins og þú ert, þá er það þeirra tap

Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Helga skjol

Tek undir með fyrri ræðumönnum,þú ert frábær,yndisleg og meiriháttar persóna og ég er alveg óendanlega þakklát fyrir að eiga þig fyrir vinkonu og mig hlakkar ekkert smá til að fá kanski að hitta þig oggu ponku pínulítið um páskana elskan mín.

RISA knús til þín.

Helga skjol, 12.3.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig allar frábæru konur og Helga, ekki spurning bara nefna tíma og stað, ég vill endilega að við hittumst..Allt of langt síðan síðast

Unnur R. H., 12.3.2008 kl. 22:18

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:01

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

....stórt knús til þín......

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.3.2008 kl. 19:08

8 Smámynd: Hulla Dan

Mikið er ég sammála þeim sem hafa nú þegar kommentað hjá þér.

Þú ert þú og átt rétt á að vera viðurkend sem þú.

Hafðu góðan dag mín kæra

Hulla Dan, 14.3.2008 kl. 06:56

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Unnur mín, það er með ólíkindum hvað maður getur safnað í kring um sig. Ég ætti að taka þig til fyrirmyndar og fara að sortera og henda út einhverju sem aldrei verður notað. Eigðu góðan dag.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:27

10 identicon

Knús til þín

Við vorum nágrannar hérna einu sinni og þekktumst ágætlega

Synir okkar voru rosalega góðir vinir altaf saman á hjólabrettunum sínum.

En svo flytur fólk og sambandið smá saman rofnar

Hafðu það sem best Unnur mín ég held áfram að fylgjast með þér hér á blogginu

Kv Anna

Anna Bragadóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:57

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta er nefnilega heildarmálið. Útlit hefur afskaplega lítið að gera með sjálfsmat manneskjunnar þótt undarlegt megi virðast. Ég held reyndar að við kvenfólkið séum almennt grimmari við sjálfar okkur hvað útlit varðar enda gerir samfélagið til okkar endalausar kröfur um útlit sem engin okkar nær að uppfylla. Þegar öllu er á botninn hvolft er það okkar innri styrkur sem kemur okkur áfram og hann er sko stöðug vinna, sérstaklega þegar stanslaust blæs á móti. Fegurð er ekki stöðluð stærð, það er á hreinu!

Eigðu góðan dag og láttu þér líða vel í sjálfri þér! Þú átt það skilið!

Laufey Ólafsdóttir, 15.3.2008 kl. 17:07

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert ekki ljót Unnur mín - hvorki að innan né utan.

Eigðu góðan dag og gangi þér vel að taka til

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband