Helgarlokadagur.

Þá er þessi helgi að verða búin. Ekki er heilsan búin að vera upp á marga fiska hjá mér, er örugglega búin að ná mér í einhvern flensuskít..Kannski finn ég minna fyrir því þar sem ég er á pensóWoundering

En að minnsta kosti var ég að drepast í gær, fann meira að segja til í rasskinnunumShocking. Ekki gat ég almennilega legið eða setið þannig að ég tók mig til að þvo allar gardínur í húsinuW00t, fannst skást að vera á ferðinni..En mikið eru gluggarnir ánægðir með það, þeir þvegnir hátt og lágt og velilmandi gardínurnar settar aftur upp..MMMM góð lygt í öllum skúmaskotum..Að vísu treysti ég mér ekki til að rífa ísskáp og eldavél fram til að þrífa á bak við þær, verður að bíða betri tíma.

Okkur gömlu var að vísu boðið í afmæli í gær upp í Borgarfjörð, en ég treysti mér ekki til að sitja í bíl þennan tíma, þannig að kallinn fór bara  einn..Dúllan fór í bíó með vinkonu sinni, þannig að ég fékk alveg frið við gluggaþvott og annaðCool. Svo fékk vinkonan að gista hér hjá dúllunni og voru þær svo góðar að þær voru sofnaðar fyrir 11, sem ég tel mjög gott á laugardagskvöldi. 

Já svo er ég að skella mér til Portugal í viku með dúllunni og systir minni..Förum við 12 júni og er ég farin að hlakka til að sóla af mér veturinn, sem mér er búið að finnast eindæma langur og leiðilegur..Ég virðist bara vera óstoppandi þegar ég byrja, flughræðslan að mestu farinn, kannski ekiki alveg, en nú lít ég á það sem áskorun að fljúga ekki pyntinguLoL

Í dag ætla ég að reyna að gera sem minnst og athuga hvort mér takist það, er með verki ennþá um allan líkama, líka í rasskinnunum, þess vegna verð ég að hætta að bulla og fara að standa upp úr stólnumPinch.

Höfum góðan sunnu(sólar)dag og verum góð vert við annaðHeart

kv unnsMouth At Side


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Áskorun að fljúga, en ekki pynting... Þú ert nú bara langflottust Unnur Njóttu dagsins

Jónína Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sætur sunnudagur

Birna Dúadóttir, 9.3.2008 kl. 13:37

3 identicon

Góð nýja viku vinkona.Kveðja til Ernu og Mundaog auðvitað ykkar hinna hahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Unnur R. H.

Hæ Sigga, jú Óskar og að ég held einn sonurinn voru þarna, og Birna skila kveðju, Mundi er að verða pabbi aftur í mai, nóg að gera

Unnur R. H., 9.3.2008 kl. 19:23

5 Smámynd: Hulla Dan

Vona að þér sé farið að skána... eða bara batnað

Portúgal  þanngað ætla ég að fara næsta sumar, í óvissuferð...

Góðan dag til þín

Kveðja úr landi páskalilja

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 09:59

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Farðu vel með þig góðan.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband