3.3.2008 | 08:49
Happy day
Ég er rosalega hrifin af mánudögum, þá byrjar skólinn aftur og ég vakna fyrir allar aldir, sem sagt allt eins og á að vera.
En ég hef svona verið að velta ýmsum málsháttum fyrir mér og stundum skil ég þá ekki, en það er allt í lagi. Og svo eru það orðatiltæki sem ég misskil mjög oft. Tökum til dæmis "gakktu hægt um gleðinnar dyr", bíddu, þetta hefur haft þá merkingu fyrir mér að ég hleyp, get alls ekki gengið hægt um þá dyr enda er ég skrýtin. En að vísu er ég alveg rosa stillt þessa dagana og ætla að vera það áfram.
Sunnudagurinn var góður, byrjaði í IKEA og eyddi frá mér viti og rænu, enda fer ég sjaldan þangað.Rumfó fékk líka skerf frá mér þannig að þeir mega vera sáttir..Svo fékk ég gesti í kaffi og þá nátlega var farið í vöfflubakstur og þar þaut upp stafli sem hvarf jafnhratt ofan í svanga krakka anga, en ég náði þó að kippa nokkrum undan handa gestunum.
En svei mér þá ef ég ætla ekki að fara að þvo þvotta, skil þetta ekki, þvotturinn hlítur að vaxa ha, er allaf að þvo en ekkert minkar í körfunni..Verð að fara að athuga þetta eitthvað nánar. Sef kannski bara inn á baði til að athuga hvernig þessi föt fara að því að hoppa upp í körfuna.
Hætt í bili
Höfum góðan dag kv unnnnnns
Athugasemdir
HEHEHE skrýtið þetta með þvottinn það er nefnilega sama vandamál á þessum bæ,ætli þetta sé svona á fleiri stöðum en hjá okkur 2.
Eigðu góðan dag elskan.
Helga skjol, 3.3.2008 kl. 08:55
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.