1.3.2008 | 10:08
Fallegur laugardagur
runninn upp, og sól skín ogvið það verður maður bara auðmjúkur og finnst allt svoo yndislegt. Ég var svo dugleg í gærdag að ég ákvað að vera bara löt í gærkvöldi.Eldaði engann mat sat bara eins og hrúga í stól og brosti út í loftið eins og fábjáni, alveg yndislegt
En í dag er ég með fullt prógramm sem felst í því að fara að kaupa myrkrartjöld (til þess að fela þessa yndislegu sól) , næla mér í svið ogogog, alveg fullt annað, en ekkert sem ég ræð ekki við. Svo í kvöld koma Gumminn minn, Birnan og nökkvi og ætla okkur til samlætis troða í sig sviðum, sem sagt kindahausum, slátri, sem sagt inniflum og finnast þetta allt rosa gott..Stundum skil ég ekki okkur íslendingana, hverskonar mat við erum að troða í okkur, eins og súrsaða hrútspunga og allt þetta súra drasl. Ég er ekki hissa yfir svipnum á útlendingum þegar þeir horfa á þennan mat, eðlilega álykta þeir að við séum enn á villimannastiginu.
En ég lenti í sotlu skrítnu hér um daginn. En málið var að ég var sem aldrei þessu vant í Bónus. Þar rak ég augun í persónu úr fortíðinni sem ég bæ þe vei hef ekki rekist á síðustu átta árin. OMG tilfinningarnar sem blossuðu upp hjá mér, þetta var eins og foss sem féll yfir mig, reiði,sárindi og allt að hatri,úff ég sem hélt að ég væri búin að vinna mig út úr þessari flækju gagnvart þessari persónu, en nei, eitthvað verð ég að skoða þetta betur..Mér leið alveg hræðilega eftir á, en þessi tiltekna persóna veit ekki neitt hvað flaug í gegnum minn skrytna haus..Svei mér þá, verð bara þreytt á því einu að pikka þetta. En þetta sýndi mér hversu langt ég á í land með að sættast við fortíðina..Nú er bara að fara að klára þennan pakka, nenni ekki að slíta mér sonna út við þetta.
En ég ætla að skjótast í rúmfó og Bónus og eitthvað
See u kv unns
Athugasemdir
Rétt hjá þér Valli minn, best að afgreiða fortíð og horfa til framtíðar
Unnur R. H., 1.3.2008 kl. 18:32
Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.