29.2.2008 | 15:06
Og að koma helgi aftur!
Mér finnst alltaf vera helgar, af hverju veit ég ekki, kannski er vikan bara svona fljót að líða að ég fylgist ekki alveg með. En ég er búin að hafa alveg nóg að gera..Stóra mín er að jafna sig eftir aðgerðina og er núna bara með hálfan liðþófa á hægri fæti..Hún hefur verið ósköp stillt og prúð og farið eftir því sem doxinn sagði, ekki gera neitt í 2 daga..Ég er búin að vera í hlutverki sjúkraliða, hendast og sækja handa henni að drekka, að borða (þótt svo að lystin hafi verið léleg hjá henni) reyna að vera eins góð við hana og ég hef getað..Hún nebblega tilheyrir þeim hópi fólks sem þolir svæfingar mjög ílla.
Fyrsti dagurinn reyndist henni mjög erfiður, en hún er svo heppin að vera með gott net í kringum sig, þannig að félagar komu og voru að kíkja á hana og spila og spjalla, rosa gott mál.
Ég er aftur búin að endurheimta kraftin og skúra,skrúbba og þvæ sem aldrei fyrr. Og verkefni dagsins er að skúra veggina upp stigann hjá mér, dugleg.
Annars skrapp ég með stóru mína smá rúnt, komum við á hárgreiðslustofu hjá vinkonu minni og fékk að þvo hárið á stelpunni. Henni leið mikið betur eftir á...Í það minnsta komst hún í hausbað, þar sem hún má ekki fara í bað eða sturtu(kvartaði að vísu um að henni fyndist komin ælulykt af sér) En svona er þetta bara.
en nú er ég að fara að skúra veggina.
Höfum góðan dag
kv unns
Athugasemdir
Já dúlla, fyrir alla muni skúraðu veggina....
Jónína Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 15:36
ohhh ég gleymdi að taka fyrir og eftir myndir (af veggjunum)
Unnur R. H., 29.2.2008 kl. 16:25
Taktu bara "á meðan"myndir og skelltu á bloggið.þá sjáum við hinar hvað við erum ógeð latar
Birna Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 16:34
takk fyrir að kvitta á blogginu mínu ,,,og takk fyrir hrósið,,,´mér fannst orðið nóg komið að skrifa eitthvað sem bjátar á hjá manni ,,,,langaði líka láta vita þegar gengur vel hjá mér ,,,,en þetta kemur hjá þér líka að það birtir til ....en takk aftur fyrir mig
lady, 3.3.2008 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.