27.2.2008 | 11:02
Meðvirkni á háu stigi
Mikið svakalega er ég meðvirk með börnunum mínum..Stóra mín, er i þessum skrifuðu orðum í aðgerð á hné og hef ég síðustu daga bókstaflega tekið kvíðan hennar út fyrir hana og er alveg búin að vera ómögleg...Er með kvíðaköst, svitaköst, svimaköst og svona mætti lengi upp telja..Þetta er bara ekki eðlilegt ha. Og núna sit ég bara hér við tölvunna og bíð eftir að hringt verði í mig upp á að sækja hana!! Mér verður ekki neitt úr verki þegar ég er svonna og nú verð ég að fara að taka á þessum fjanda!!!!
Ekki nóg með það, en dúllan er búin að vera hóstandi síðustu daga og fékk ég tíma fyrir hana hjá lækni í morgun..Nema hvað að ég var búin fyrirfram að ákveða að hún væri með strepókokka, og var meira segja farinn sjálf að finna fyrir einkennum. Ekk reyndist hún vera með þennan vággest,en hins vegar með mikla hálsbólgu sem er mikið að ganga núna og á hún bara að fara vel með sig og passa að verða ekki kalt...Svo held ég því fram að ÉG SÉ Í LAGI! Heldað sé langur vegur þar frá..En nú verð ég bara að taka á þessu með öllum þeim ráðum og dáðum sem ég kann og fara að hugsa um rass..... á sjálfri mér, ekki veitir af ojojoj!
En svona að öðru leyti hef ég það bara þokkalegt, svona þegar ég er ekki föst í dætrunum ehemm. Hef samt lítið gert af því sem ég var búin að setja mér en nú fer ég að snúa mér að því.
Er meira að segja byrjuð að mála mig aftur, að minnsta kosti að reyna það og er líka byrjuð í aðhaldi, sem er bara gott!! Er eins ákveðin og ég var að missa minnst 7 kg fram í júli!!!!!
En nú ætla ég að hætta og reyna að koma einhverju í verk áður en stóra mín hringir að láta sækja sig
Höfum það sem best í dag sem og aðra daga
kv unns
Athugasemdir
Þarna spilar mömmuhjartað inní Unnur mín að vilja taka á sig allt sem að ungunum manns viðkemur en vonandi tekst okkur með tíð og tíma að læra hugsa um sjálfar okkur fyrst.
klemm og knús til þín elskan.
ps við komum suður 19 mars vonandi getum við eitthvað hist,hvernig líst þér á það.
Helga skjol, 27.2.2008 kl. 11:20
Mér líst rosalega vel á að við hittumst
Unnur R. H., 27.2.2008 kl. 11:48
Þú ert alveg í lagi, bara svolítið biluð eins og allar mömmur eru
Jónína Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 12:27
Erum við mæður ekki allar svona þegar börn okkar eiga í hlut. Ósköp eðlilegt ástand á þér. Vona að allt gangi vel.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:12
Ég er allavega voðalega geðklikkuð þegar eitthvað snýr að mínum ungum
Hulla Dan, 27.2.2008 kl. 19:28
Birna Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.