Bara flottur dagur

Ég varð eitthvað svo hádramatísk í morgun þegar ég vaknaði..Sól skein á húsþökin og konudagur í dagWhistling. En einmitt þegar ég kom niður, var búið að hita kaffi og kallinn minn ekki í húsi, þannig að ég var alveg viss um að nú væri hann að kaupa konudagstertu handa mérInLove. Ekki fékk ég tertuna, en fulltaf öðru gúmmelaði, og ekki vesnaði það, ÉG fékk nebblega blómvönd líkaInLove. Kallinn er nú ekki vanur að spreða í blóm þannig að draminn minn óx hratt..Sá ég ýmislegt fyrir mér, að hann tæki upp á því að bjóða mér út að borða á rómó stað eða eitthvað slíkt.  En auðvitað veit ég alveg að ég stend sveitt yfir pottum í dag eins og aðra daga, en það er ljúft að láta sig dreymaWhistling.

Gærdagurinn var  bara frábær, dreif mig á fund í hádeginu, fór svo að heimsækja mágkonu mína og átti góða stund þar með gott kaffi og nýjar vöfflurHeart.

Var ég búin að plana kvöldið allvel..Kom heim, eldaði, át og svo var stefnan sett á laugardagslaugin, að sjálfsögðu...Allt hafðist þetta og sátum við 3 mæðgurnar og horfðum. Ámilli laga útbjó ég snarl sem sagt heita salsa osta ídýfu, poppaði og var í svaka stuði...Hækkað var í botn, laulað með (mátti sleppa því) og kaus 5 sinnum vinningslagiðW00t

var sátt þegar að svefni kom, brosandi og södd

en nóg með það, er að fara ´´i sturtu og svo húsvitjanir.

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Hulla Dan

Vona að þú eigir gott kvöld

Kveðja frá dk

Hulla Dan, 24.2.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband