23.2.2008 | 00:20
Ég er búin
að vera svo dugleg að ég ætti nú alveg skilið orðu!!!!! Er ennþá í stuði, en ekki maníu(fékk það staðfest hjá doxa í gær) og er alveg að gleyma mér í þrifum!!! Eitthvað er það nú ekki eins og venjulega, þar sem ég leiði draslið og skítinn yfirleitt hjá mér og geri svo eitthvað allt annað.
Nema hvað þá er ég búin að ryksuga veggi í svefnherbergjunum á efri hæðinni, já ég þurfti að ryksuga veggina þar sem þeir voru loðnir af ryki oj. Ekki hefur þrifæði verið sem sagt að drepa mig í vetur
. Nú svo varð ég náttlega að þurrka af öllu öðru, skúra, pússa og vökva blómin mín öll 4!! ehemm.
Eitthvað hlítur þetta æði í mér, hafa eitthvað með að gera hvað ég sef ílla og lítið, ekki gott(nema fyrir veggi og gólf) og verð ég nú að fara að vara mig ansk.. vel á þessum svefntruflunum. Að vísu var doxinn minn að útskýra fyrir mér hvað væri á gangi með mig..Ég er núna sem sagt í þunglyndi að vísu kallað dulið þunglyndi sem virkar eins og maður sé manískur og kemur fram við mikið álag og stess. Einmitt, eins og ég þyrfti á því að halda núna
, þó svo að heilinn sé á fullu og stess yfir væntanlegum flutningum erlendis sem bæ þe vei, virðist vera alveg ákveðið...Ég er stessssuð og næstum vitskert af hugmyndum sem upp koma hjá mér,en þetta lagast
, vona að minnsta það besta.
En nu er ég alveg að sofna ofan í tölvuborðið og ætla að nýta mér það og hunskast upp að sofa, vonandi vel, í alla nótt
Guð veri með okkur öllum
kv unns
Athugasemdir
Fálkaorðan er á leiðinni í umslagi
Farðu vel með þig duglega kona
Jónína Dúadóttir, 23.2.2008 kl. 06:47
Hmm þarna fórstu aftur með húsmóðurferilinn minn,mikið assgoti ertu dugleg kona,að fá svona tuskuæði
Birna Dúadóttir, 23.2.2008 kl. 10:34
Hej og takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn
Er einmitt að safna þessa dagana.
Þú skalt nú bara venja þig við að ryksuga veggi og lof ef þú ætlar að flytja til danaveldis.
Aldrei á æfinni ryksugað loft og veggi vikulega fyrr en ég flutti hingað. Bölvuð leiðindi...
Mér heyrist þú samt þurfa að fara voða vel með þig, og ganga ekki framm af þér.
Kveðja úr landi blóma, og rigningar í augnablikinu
Hulla Dan, 23.2.2008 kl. 16:33
Unnur R. H., 23.2.2008 kl. 19:49
almáttugur láttu það allveg vera að ryksjúga veggina kona.... þú ferð allveg með axlirnar á þér.....heheheheh..... en mikið líst mér vel á þessa hugmynd um flutning til danaveldis....... sjálf bjó ég í Svíþjóð í mörg ár..... bara þroskandi og spennandi að búa í öðru landi í nokkur ár........knús til þín flotta kona......
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:00
Vá ekkert smá dugleg elskan,en ég seigji eins og ein hérna að ofan passaðu þíg á því að ganga ekki fram af þér,vonandi náum við að hittast eitthvað þegar við komum suður um páskana,ættum að hringja okkur saman og mæla okkur mót,hvernig líst þér á það,mér þykir alveg ofsalega vænt um þig dúllan mín.
RISARISA
knús og klemm.
Helga skjol, 24.2.2008 kl. 10:16
Takk allir hugrakkir hermenn
.Hulla dan, eins gott fyrir mig að æfa mig vel og vandlega og vera komin með ryksugu vöðva á hreint
. Og Helga mín auðvitað verðum við að hittast, ég hlakka svo til að hitta þig
Unnur R. H., 24.2.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.