20.2.2008 | 11:54
Alltaf hef ég
verið þakklát börnunum minum, allt sem þau hafa gefið mér. Hvort sem það er bros, faðmlag og eða gjöf..Enda finnst mér þau eiga það fyllilega skilið.
En í morgun var ég ekkert rosalega þakklát stóru minni fyrir gjöfina sem ég fékk frá henni, nebblega niðurgang og magaverki (ekki það að það hafi verið með vilja gert) En svona eru misjafnar gjafir guðs ehemm. Nema hvað, að í gærkveldi fór ég að finna mér meins, sem sagt í meltingafærunum, sem byrjaði bara með verulegum vindgangi og öllu sem því fylgir, leið mér orðið það ílla að ég tók verkjapillu til að getað sofnað..Svo í morgun voru öll herlegheitin kominn,sem sagt niðurg... jú nó.
En elsku stóra mín er að þjást af þessu þriðja daginn í röð, sem mér finnst ekkert alveg í lagi. Svo var hun að tala við doxa, og auðvitað vill hann ath þetta eitthvað nánar.
En vonandi verð ég bara með svona 24 stunda veikleika og verð spræk sem lækur í fyrramálið.
Dúllan mín hefur í nógu að snúast þessa dagana..Henni virðist falla best í geð að leika sér við stráka , sem mér er nokk sama um svona undir umsjá. En hún er að fara í sund, leika sér í strákaleikjum og fílar þetta í botn. Versta er þó það að núna finnst mér, ég, ekki eins stórt númer hjá henni já það er stundum erfitt að sleppa takinu, en hún er jú að verða 9 ára, ekki eins og hún sé smábarn sem þarf á mömmu gömlu að halda 24/7!!!
Nú styttist í að lille fam í danmark komi hingað á klakann og ég hlakka rosalega til að sjá þau aftur. Er virkilega farinn að sakna þeirra en þau ætla að vera á landinu í 10 daga og vona égað við sjáum þau sem mest, enda nota ég náttlega tækifærið og bíð þeim í tilraunamat til okkar. En aðalhobbýið hjá mér þessa dagana er að gera tilraunir með mat.. Það er að segja, breyta til og nota ég alla þá sem nærri mér eru sem tilraunardýr.
Kannski að ég ætti að hætta þessu að sinni og fara að sinna skildum náttúrunnar...Hafið það sem best og guð veri með okkur öllum
kv unns
Athugasemdir
Góðan bata til ykkar mæðgna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:18
Láttu þér nú batna fljótt
Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 15:04
Æts
Birna Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 17:12
Vonandi farið þið nú að hressast. Nú eru aðeins 24 dagar þangað til að við komum og hlökkum geggjað til að hitta ykkur og fá eitthvað gott að borða :)
Knús á ykkur öll frá okkur
Ása og co (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:42
Sigga, já þetta er einmitt ég, Ása gaman að fara gera tilraunir á ykkurhehehe
Unnur R. H., 21.2.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.