18.2.2008 | 16:34
Aldrei finnst mér
mánudagar leiðilegri en aðrir dagar..Kannski af því að ég er heima alla daga og er því nokk samahvaða dagur er....En mér líður mjög vel þennan mánudag, kannski af því að ég er að gera réttu hlutina, jafnvel Alla vegana er ég byrjuð að taka vel á sjálfri mér, til að ég og aðrir í kringum mig hafi það sem allra best..
Dúllan mín er búin að hafa brjálað að gera..Það var frí hjá henni vegna vetraleyfis, síðasta fimmtud og föstud..Fyrri daginn fékk vinkona hennar að gista, síðan besti vinur hennar...Allaf nóg af lífi í kringum okkur hér
Á laugardagskvöldið fór hún með stóru minni á tónleika hjá samhjálp, held ég að rétt sé, og fannst henni það rosa gaman..Svo gaman að hún fór aftur í gærkvöldi á samkomu..Dætur mínar eru sem sagt báðar komnar í góð mál með guði Ætli ég verði ekki bara næst. Svo mikið er víst að margt er verra en það..
Heilinn á mér hefur haft svo mikið að gera að svefninn hjá mér er eitthvað á skjön þessa dagana en vonandi lagast það..Mér finnst ferlega óþægilegt að vera þreytt allan daginn..Mér verður lítið úr verki, næ ekki alveg að einbeita mér nógu vel og fæ jafnvel svima..En ekki legg ég mig á daginn, það er eitur fyrir mig því með því væri ég búin að rústa nóttinni!!! Að vísu geri ég mér fulla grein fyrir að það vantar stórlega alla hreifingu og útiveru þessa dagana og verð ég að fara að taka á stóra mínum annað gengur ekki. Ekki get ég vælt ef ég er að skapa þetta sjálf
En hvað með það, þá er dagurinn í dag, góður dagur fyrir mér og þar með situr það..Þá er ekkert annað eftir nema drífa sig á fund í kvöld og vona svo að ég sofi vel í nótt
Hafið góða dagsrest og guð geymi okkur öll...
kv unns
Athugasemdir
Gott að dagurinn var þér góður. Megi morgundagurinn verða það líka.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:00
Vona að þú eigir fínan dag í dag, góðir hlutir gerast hægt..... en gerast örugglega, ef maður er að vinna í þeim
Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.