9.2.2008 | 18:01
Mikið er ég glöð
að getað bloggað og fengið alveg rosa útrás !!!
Eins og ég hafi ekki verið búin að fá nóg af þessari veðráttu, onei bara bæta um betur og senda mér ROK og rigningu..Að vísu hefði það verið allt í lagi nema, það fór að leka, fyrst hjá systur minni og svo hér. Þannig að dagurinn í gær fór í að hjálpa fyrst að þurrka upp, og síðan þurfti ég hjálp við að þurrka...En sko ekki bara að það færi að leka, nei, bara að gera þetta aðeins betra, þá þurftum við að rífa upp parketið hjá dúllunni, þar sem farið var að fossa upp úr því!!!!
Og var mér varla vært að fara að sofa, skíthrædd við meira flóð..En sem betur fer gátum við stoppað þetta af og ég gat farið að sofa..Dúllan varð að sofa upp í hjá stóru minni, og ekki fannst henni það slæmt ónei.
Svo til að kóróna allt, þá vissi ég ekki hvar ég var eiginlega stödd á jarðkringlunni þegar ég vaknaði í morgun..ÞAÐ VAR ALLT Á KAFI Í SNJÓ!!!! Bíddu, var ekki rigning og rok í nótt þegar ég fór að sofa. Á bara ekki til eitt einasta orð..En nú get ég þakkað fyrir að vera á geðlyfjum, annars væri ég komin á geðdeild.
En nú ætla ég að hætta að ausa úr mér,er farið að líða mun betur
En elskurnar mínar hafið góða dagrest, og by the way, jú ég virðist vera ennþá í reykjavíkinni
kv unns
Athugasemdir
Valli minn, tryggingar taka ekki þátt í því sem úti er og kemur inn, kannski ætti ég bara að rukku veðurguðina
Unnur R. H., 9.2.2008 kl. 20:59
Hmm,það er vatn
Birna Dúadóttir, 9.2.2008 kl. 21:25
Þetta var meira en vatn,,ÞETTA VAR EITTHVAÐ SEM ÉG ÞEKKI EKKI!!!
Unnur R. H., 10.2.2008 kl. 00:16
Æi skandall... gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 10.2.2008 kl. 11:56
Það er nú meira vesenið á veðrinu hjá ykkur. Vonandi eru skemmdirnar ekki miklar hjá þér. og að veður fari að batna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.