7.2.2008 | 16:29
Snjóadagur
Svei mér þá, ætlar ekki að hætta að snjóa. Er ekki alveg komið nóg..Sjá þetta að ég skuli ekki getað sætt mig við þetta,kellingin fædd og uppalin í snjó .
En svona er lífið..Annars er allt gott hér á bæ..Dúllan að leika sér úti í snjónum með vinkonu sinni og fer svo á eftir í pizzuveislu..Ekki amarlegt það, ekki er mér boðið.
Að vísu varð ég að fara út í morgun þar sem mig vantaði lyf..Fékk ég lánaðan bílinn hjá Stóru minni..Það tók 35 mínútur að busta og hreinsa snjóinn af bílnum hennar takk fyrir. Nema hvað að vinkona mín sem er ekki íslensk, bara breti hún vildi endilega koma með mér..Bara gott mál nema þegar ég var að fara að bakka út úr stæðinu varð hún alveg ær(ekki kannski alveg) og sagði að ég kæmist aldrei út úr þessum snjóskafli, ha halló þetta var kannski svona 20 cm af snjó, nema hvað að norðlenska blóðið þaut um æðarnar á mér, og auðvitað var þetta ekkert mál. Enda súpergóður bílstjóri þarna á ferð..En hins vegar var ég nátturulega klædd eins og ég ætlaði í jöklaferð, þannig að þegar ég ruddist í apotekið með mína flottu húfu, snjógalla og allar aðrar græjur, þá kom svipur á stúlkuna sem var að afgeiða og hún spurði (mjög kurteis) hvort að veðrið væri vont eða hvort ég væri bara svona forsjál hehe,,að vísu var ég að ná í geðlyf en boj ó boj, þarna hef ég ekki verið neitt rosa smart
En lífið er til að hafa gaman af hvort sem sól skín eða bylur blæs ehemm..
En ég er hætt að sinni, hafið það sem allra best og passið ykkur á kuldabola
kv unns
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:04
Góð
Birna Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 20:25
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 23:02
Ég passa mig á kuldabola.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.