5.2.2008 | 14:56
Sprengidagur!!
Eitthvað voru börnin mín (stóru) að misskilja þennan dag þegar þau voru lítil..Einhvernveginn fannst þeim að það ætti að SPRENGJA en ekki borða á sig gat.En eins og svo margir aðrir er ég einmitt í þessum rituðu orðum að gera baunasúpuna..Ætli baunasúpa vísi á Baunaland. Nei ljótt að hugsa svona.Danir er mjög fínir,enda er ég rosa hrifin af damnark þessa dagana. Allaf finnst mér þessir dagar sem nú eru skemmtilegir..Að vísu vildi ég gjarnan vera heima (fyrir norðan) á öskudaginn. Mér finnst vanta svo mikið að stemmingunni sem er þar. Þetta að vakna kl sex að morgni ehemm til að klæða börnin í búningana, mála og græja og svo að fara keyra heilu liðin í fyrirtæki og verslanir...Það virðist bara ekki alveg nógu mikil stemming hér í borginni.. En dúllan er að fara á ball í skólanum og ætlar að vera norn, gott mál
En hins vegar er ég búin að fá smáhluta af skýringu (ekki um eineltiið) út af hverju dúllan mín varð svona ílla út úr sundinu fyrir helgi..Fyrst var það að of mikið vatn hafði verið í lauginni, hún var að misskilja kennarann sem mér var búið að detta í hug, en nú vantar mig restina. En kennarinn hennar ætlar að taka á þessu strax og þekkjandi hana, þá gerir hún það, enda hefur sú stutta alltaf verið svo glöð og kát, þannig að það er mjög mikið í gangi ef hún bara grætur..En ég fylgi þessu fast eftir!
Svo er sú stutta að fara að halda áfram í leiklistinni, það er sko gott mál. Hún virðist eiga rosalega auðvelt með að læra texta og alls ófeimin við að koma fram..Mikið er ég fegin því, þá líkist hún ekki mér á því sviði
En núna er ég að halda áfram með það sem ég er að gera.
Takk fyrir góð viðbrögð og falleg orð þið eruð öll æði
kv unns
Athugasemdir
Fimmára stjúpsonur minn kallar þenna dag líka Sprengjudag!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.2.2008 kl. 14:59
Virkilega fínt að þú skulir vera búin að tala við kennarann, orð eru til alls fyrst
Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 15:05
Það væri nú ekki slæmt ef þú værir hérna fyrir norðan á morgun sem og alla aðra daga reyndarog frábært að tekið sé á þessu með sundið hjá dúlluni.
Helga skjol, 5.2.2008 kl. 16:29
jabb núna er ég að láta mig dreyma um að koma norður Helga mín, Ninna ég er fegin að eitthvað er að ske og Jóhanna jabb börnin eru alltaf að misskilja þennan dag og það er bara gaman
Unnur R. H., 5.2.2008 kl. 16:34
Gott að heyra að allt er á góðum gír hjá þér Unnur mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:30
Stend með þér vinan
Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 17:43
Norðlenskur öskudagur er óviðjafnanlegur.Ég er svo fegin að krakkarnir mínir fengu að kynnast þeim degi fyrir norðan.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:34
æji núna er ég bara með heimþrá ehemm
Unnur R. H., 5.2.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.