2.2.2008 | 01:35
Skrýtið með bloggæði!!
Her er að dæma og hvað máttu segja, eitthvað virðist vera togstreita um það..Þetta er ég að lesa hjá öðrum bloggurum...En að mínu mati er það þannig að ef éf og aðrir fá vellíðan af því að blogga, þó svo sem öðrum finnst það rugl, þá hef ég og aðrir alveg fullan rétt að tjá sig á þann máta sem okkur liður best.Ég hef horft upp á margt ljótt og sorglegt á minni æfi og oft er ég mjög döpur yfir minni líðan og mínu lífi...Er með margar minningar sem ég get ekki á nokkrun veg losað mig alveg undan
Eins og bara einelti sem ég lenti í á mínum barnaskólaárum..Það var hvorki hlustað á mig frá kennurum nér öðrum..Ó guð hversu ílla mér leið og svo aftur í mínum börnum...Þrjú af mínum elstu börnum hafa lent í einelti út af fáralegurst hlutum ,fyrir að stama, fyrir að vera að norðan og að liggja vel við fyrirsát vegna hversu smávaxin Stóra mín var...Og allt í einu er komið eineltis vandi með dúlluna mín í sundi...Það er gert grín af henni hversu lávaxin hún er..Kennarinn talar um það að hún geti ekki verið standandi á botni án þess að vatnið fari í andlitið hennar,,,Af hverju er hún látin gjalda fyrir það að vera lágvaxin...ÞAÐ ER EKKI henni að kenna og ég er mjög reið yfir því að henni sé strítt af þar með kennara, sem by the way er ekki íslendingur(ekki honum að kenna) og er kannski ekki alveg að koma ´réttum skilaboðum, en hvað veit ég !!! En ég veit að dúllan min kemur grátandi heim eftir sund,,,, og það er bara að mínu mati eins rangt og það getur verið
Þó að dúllan sé lítil eftir aldri þá MÁ EKKI DÆMA HANA:: Hennar réttur á að vera á hreinu,,,,hún er ti l og er alveg frábær karekter,,,Þess vegna er ég að berjast fyrir hennar rétt...Hún er með sína greiningu og ég vil að hún fái bara að lifa með því..Allt geri ég til að styðja hana í blíðu og stríðu!!!
Ef ég hef á einhvern hátt sært einhvern með þessum skrifum , þá finnst mér það leitt...
En góða nótt og elskið náungan eins og sjálfa þið
kv unns
Athugasemdir
Það er alveg hárrétt hjá þér Unnur. Hérna ætti maður að geta bloggað eins og manni lystir án þess að einum eða neinum komi beint við hvað maður er að skrifa - þó verður maður víst alltaf að vera tilbúinn því að einhver sé kannski ekki alltaf sammála manni. Við erum víst eins misjöfn og við erum mörg og kannski ekki allir á sama máli og við.
Ég á mér líka t.d. mjög mikinn slatta af hinum ýmsu hugarefnum sem ég hef aldrei látið uppi, hvorki á netinu, heima hjá mér né hjá vinum, sálfræðing eða bara yfirhöfðu hjá nokkurri sálu. Mikið væri nú gott ef maður gæti bara hent þessu úr sisteminu - bara bloggað um það og verið laus við það.
Hitt er aftur alvarlegara, einelti. Það á enginn - alls enginn (eða er enginn með einu enni?) - að þurfa að lifa við það að vera lagður í einelti. Það er mjög alvarlegt ef einhver fullorðinn eða einhver aðili sem vinnur nálægt börnum - er að stunda slíkt meðvitað eða ómeðvitað. T.d. þessi sundkennari - for crying out loud - kennari við skóla á Íslandi í dag eiga að vera nógu vel meðvitaðir um það að slíkt á ekki að viðgangast - sama hvort viðkomandi kennari er íslenskur eða af erlendu bergi brotinn.
Ég hvet þig til að hafa samband við skólayfirvöld eða í það minnsta einhverja sem sjá um velferð barna - og láta athuga þetta vel. Börn eiga ekki, bara alls ekki að þurfa að koma grátandi heim úr skóla!!! Allra síst undan kennurum!
Einelti er það ljótasta sem hægt er að standa í og gera öðrum, sérstaklega ef það er að bitna á börnum - ekki sé það skárra þar sem fullorðnir koma við sögu. Stattu fast á þínu Unnur - láttu enga komast upp með að láta einelti viðgangast!
Guð geymi þig og leiðbeini þér í réttri leið í að laga málin hjá þér Unnur mín - gangi þér vel.
Tiger, 2.2.2008 kl. 01:59
Ég verð alltaf reið þegar ég verð vör við þennan andskota,einelti.Það er nokkuð sem á að stoppa strax.Því miður er það þannig í sumum skólum,að það er ekki viðurkennt,þó svo að það sé til staðar.Sem sýnir þá mikla vankunnáttu skólayfirvalda að takast á við það. Kennarar eru á launum hjá okkur,eiga að vinna vinnuna sína og það er okkar að sjá til þess að þeir geri það skammlaust.
Birna Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 10:04
Hvern ættir þú að særa með þessum skrifum?
Hefurðu talað við kennarann hennar? Þann sem kennir henni sund og bent honum á þetta?
Ég mundi prófa það. Auðvitað á ekki að líða það að hún komi grátandi heim!
Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 15:51
Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér, að manni líður betur með að skrifa það sem er að brjótast í manni, mér líður allavega betur þegar ég er búin að setja eitthvað misgáfulegt inn á bloggið. Einelti er hræðilegt og mér virðist alltof margir verða fyrir þessu þrátt fyrir að umræðan sé opnari heldur en þegar við vorum í barnaskóla.
Þú ert hetja og mjög dugleg að takast á við allt sem er í kringum þig.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 2.2.2008 kl. 19:11
Ef einhverjum sárnar að þú skulir segja þínar skoðanir á þínu bloggi, þá er eitthvað meira en lítið að viðkomandi ! Einelti á ekki að líðast og ég veit að þú hefur bein í nefinu til að gera eitthvað í málunum og verður hreinlega að gera það. Fyrir litluna þína og áður en það gengur lengra !
Farðu vel með þig vina og gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 21:01
Mikið lifandis skelfing verð ég reið þegar ég les um einelti og sumir eru svo vægðarlausir að það hálfa væri nóg,en elsku Unnur mín ég veit að þú stendur strek með þínum börnum eins og alltaf.
kærleikskveðja
Helga.
Helga skjol, 2.2.2008 kl. 21:36
Unnur mín. Við höfum öll rétt til að hafa okkar skoðanir í friði og skrifa um það sem við viljum um tilfinningar okkar, skoðanir og væntingar. Það er gott að geta skrifað um það sem okkur býr í huga. Einelti er mjög alvarlegur hlutur og leikfimis og sundklefar oft notaðir til þeirra hluta. Mér finnst að það þurfi að vera eftirlit þar. Það er með ólíkindum hvað börn geta verið grimm og leikið önnur börn grátt. Gangi þér vel að vinna úr erfiðum málum og ég vona að þessu einelti ljúki sem fyrst.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:50
Ég vil þakka ykkur fyrir öll ykkar skrif. En þegar ég er að tala um að móðga einhvern eða sært, er að stundum er verið að skrifa um málefni sem sumir taka virkilega ekki vel..En hvað varðar þetta óg..... einelti ætla ég að mæta í skólann í fyrramálið(ekki hef ég fengið eitthvert svar) og ræða við viðeigandi kennara...En takk takk og aftur takk. Mér finnst yndislegt að getað tjáð mig hér og það hjálpar
Unnur R. H., 3.2.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.