26.1.2008 | 00:07
Í morgun var
alveg yndislegt að líta út um gluggann...Það var bara eins og ég væri kominn aftur heim til Akureyrar, svona eru æskuminningarnar góðar hehe...Mér líður svo vel að hafa snjóinn allt í kringum mig, og helst allt í vindi og skít hehe..En svona í hreinskilni sagt er það nú betra en rok og rigning. Snjórin ber þó birtu með sér sem er alveg yndislegt
Annars er ég svo hamingjusöm að vita að eftir viku fer ég í grúppuna mína, er farin að sakna hennar rosalega.Er ekki betri en það að ég verð að vita af hækju sem ég get nítt mér. En þetta er að koma hægt og bítandi..Gumminn minn, Birnan og ´Máni minn, komu í dag og þvílíkt sem Birnan stækkar um sig núna..Er nú víst að stuttinn(bumbubúinn) er gott efni í fótboltastrák, enda fæðist hann á Skaganum.
Dúllan mín er eins og ég, elskar snjóinn, og er búin að vera úti í allann dag..Endaði hjá vinkonu sinni og þær fóru út og byggðu enn eitt snjóhúsið þannig að þar á bæ er búið að bæta við
En núna er ég orðin rosa þreytt og ætla að fara að sofa
Góða nótt, sofið rótt
kv unns
Athugasemdir
Jamm þetta er alveg eins og heima,ég segi það enn og aftur,ég elska snjóinn
Birna Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 03:43
Hehe Unnur mín ég skil hvað þú meinar,var einmitt síðast í gær að tala um það að svona veður eins og hjá ykkur núna hefði bara ekkert látið sjá sig hérna fyrir norðan í allan vetur og komst einmitt að því að eftir dvöl mína í norge þá ELSKA ég snjóinn,elska birtuna sem kemur af honum.En frábært að þú skulir vera að komast í grúbbuna þína,ég veit að þú átt eftir að plumma þig flott þú ert svoddan kjarnakvendi.
Eigðu góða helgi elskan sem og alla aðra daga.
Kv Helga.
Helga skjol, 26.1.2008 kl. 08:44
Jónína Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 14:59
Æi... snjórinn er nú allveg ágætur...... en er nú ekki komið nóg af því góða............
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:38
Ha Fanney þetta er æði að hafa birtuna af snjónum
Unnur R. H., 27.1.2008 kl. 00:46
Og þið hin eruð æði
Unnur R. H., 27.1.2008 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.