23.1.2008 | 20:58
Smá andleysi
að stríða mér þessa daga..Annars er ég öll að koma til, svona andlega og það er bara gott. Ég hef samt sem áður verið með ofvirkan heila! Það lýsir sér í því að ég er með svo fullan haus af hugsunum og hugmyndum að ég næ ekki að vinna úr neinu af því
Verð að fara að gera eitthvað í að koma þessu öllu niður á blað eða eitthvað... Stundum er gott að hafa þetta allt saman á blaði og getað svo unnið í einu og einu í einu
Að vísu er eitt að plaga mig þó nokkuð mikið, ég nefnilega er ekki alltaf með á hreinu hvaða dagur er! Held að mig vanti tilbreytingu í tilveruna til að brjóta þetta upp hjá mér.. Ég er að vísu búin að ráða mig í afleysingavinnu, sem ég hef virkilegan áhuga á og hlakkar mig til að byrja..Ég fer að kynna mér út á hvað starfið gengur einhverja næstu viku.
Fyrir mér er þetta mikill sigur, þar sem ég á erfitt með að vera mikið innan um fólk en í þessu starfi kemst ég ekki hjá því..Gott mál.....
Nú er dúllan mín byrjuð í skólasundi og finnst henni alveg rosa gaman, hver veit nema ég, hún gamla, fari að athuga þetta með að fara í sund og þá að sú stutta rífi mig upp úr þeim doðanum ehemm
Stóra mín býr hjá mér og er það bara gott..´*Eg er eiginlega fegin að hún skildi ekki flytja upp á skaga, held að henni myndi ekkert líða betur þar en hér..Að vísu ætlar hún bara að vera tímabundið hjá mér, en hún ætlar að fara að leigja með vinkonu sinni og fá þær að líkindum íbúð í mars.
En hugur minn hefur líka verið hjá dóttur hennar Þórdísar Tinnu heitinni í dag..Mikið finnst mér samt yndislegt hversu mikið þær gátu gert saman á erfiðu ári. Vona ég að allir góðir englar vaki yfir litlu stúlkunni.
Nú er ég hætt í bili
Kv unns
Athugasemdir
Stórt knús
Birna Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 07:45
Jónína Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 08:03
gangi þér vel í vinnunni.....alltaf gaman....en jafnframt soldið erfitt að byrja á nýjum stað... en þetta er smá tjallens....og við þurfum öll á því að halda öðruhvoru.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 24.1.2008 kl. 09:45
Unnur mín. Allar framkvæmdir byrja í höfðinu, þar fer fram undirbúningsvinnan. Mér líst vel á að þú skrifir hugsanir þínar á blað og skoðir svo málin. Til hamingju með starfið það hjálpar þér áræðanlega. Gangi þér svo vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.