18.1.2008 | 15:15
Ekki sátt við
sjálfa mig þessa dagana..Mér var farið að líða svona frekar ílla í byrjun síðustu viku, og að sjálfsögðu kenndi ég flensunni um það. En dagarnir liðu og alltaf leið mér verr og verr. Var ekki alveg að kveikja á neinni peru með orsökina
Svefninn farinn að raskast allverulega og sinnuleysið að aukast. Eitthvað hefði þetta átt að kveikja á perunni hjá mér, en gerði það ekki.
Svo var ég farinn að hætta að nenna að fara í sturtu, var alveg sama hvernig ég leit út, heimilið farið að láta á sjá svo og matseld og annað. Enn ennþá gerði ég mér ekki grein fyrir neinu.
Út fyrir dyrnar var ekki í umræðunni, bar við að veðrið væri alveg vonlaust til útivistar. Að fara í búð var orðið erfiðara en orð geta útskýrt.
ÞÁ LOKSINS fór eitthvað að ske í heilanum á mér og jú, þetta eru fyrstu aðvörunarmerki þess að þunglyndið er að taka stjórnina af mér..Eitthvað er ég búin að læra af þessum veikindum ,nema hvað að þegar ég gaf mér loks tíma í að horfa á síðasta mánuð, þá fann ég orsökina
ÉG fór til Danmerkur og þá fannst mér að ég væri orðin svo svakalega dugleg, búin að fara til tveggja landa á 2 mánuðum, að nú hliti mér að vera batnað
En þá náttúrulega fór ég að draga úr dagskammti lyfjanna, fannst alveg óþarfi að vera að éta svona mikið af pillum..Var ég sem sagt hætt að taka kvöldskammtinn minn og fannst það allt í lagi. Síðan fór ég að taka eina töflu af morgunlyfjunum, og einmitt bara 2 dögum seinna byrjar þessi undarlegheit hjá mér
Svei mér þá, ég sem er búin að glíma við þetta næstum alla æfi að fara að halda að ég geti bara sisvona ráðið yfir þessu Ég er ekki alveg í lagi ha!!! En betra seinnt enn aldrei að átta mig á þessu og er ég búin að laga lyfin og svo bara að vera þolinmóð því þetta tekur einhverja daga að komast í lag. Að maður skuli í raun leika sér að heilsunni eins og ekkert er, það er bara hræðilegt og í mínu tilviki hættulegt.
En núna ætla ég að fara að hlúa að þessari sál minni svo að ég og þeir sem eru í kringum mig fari að líða be tur.
En nú er ég hætt í bili
seee u kv unns
Athugasemdir
Okkur verður öllum á einhverntímann, en það eru bara ekki allir sem átta sig í tíma, en það gerðir þú núna Vertu ekki svona hörð við sjálfa þig, þú stendur þig vel og það er sko ekkert bannað að vera vongóður, maður verður bara að vita sín takmörk. Hafðu það eins gott og þú mögulega getur, þetta getur bara "bestnað" hér eftir
Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 15:20
Góðir hlutir gerast hægt manstu
Birna Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 22:49
Afneitun um heilsufar... kannast við það Farðu vel með þig kona! Gleðilegt ár til þín og þinna
Laufey Ólafsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:38
Ég vil þakka ykkur öllum Og er mikið að lagast ehemm
Unnur R. H., 19.1.2008 kl. 16:55
Það er gott að vita að þér er farið að líða betur
Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 19:27
Gott að þú áttaðir þig.Það er nauðsynlegt að taka ábyrgð á sínum sjúkdómi eins og þú ert að gera.Gangi þér vel.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.