9.1.2008 | 20:08
Ég vil byrja
á því að þakka öllum mínum bloggvinum fyrir falleg orð.
Mér finnst oftast ég ekki gott skilið. Srýtið, en ég var á mánudaginn að horfa á þátt sem þekktur breskur leikari var að gera um þann sjúkdóm sem hrjáir hann, og mig, þetta var rosalega undarlegt að sjá fyrir sér alla þá göngu sem ég hef gengið.
Þannig er að hann var að tala við fullt af fólki sem hefur átt við þennan ljóta sjúkdóm, en að sjá þetta svona beint fyrir framan mig, það var bara sjokk...
Ég hef lengi vel ekki viljað viðurkenna minn sjúkdóm, (skrýtið var bara 9 ára þegar ég var fyrst greind) og alltaf verið að einblína á afleiðingar þess hvernig ég er.
Mitt minni rekur sig frá 9 ára aldri og var ég aldrei eins og hinir. Það var ofsalega erfitt. En með aðstoð lækna var ég sett á lyf.
Ekki var það langur tími þar til ég var tekin af lyfjum og þá fyrst byrjaði ballið sem stóð yfir í svo mörg ár að ég nenni ekki að telja þau. En so what ég var við dauðans dyr akkurat fyrir ári síðan, þar sem ég reyndi að fremja sjálfsmorð, og guð einn veit að á þeim tímapúnkti meinti ég það..
Það er rosalega erfitt að viðurkenna svona hluti, en þannig var akkurat statt fyrir mér.
Ég sá ekkert jákvætt við lífið, vildi bara enda það.
Í dag er ég þakklát að mér tókst ekki ætlunarverkið, og er farin að sjá ljós í lífi mínu.
Allt þetta á ég að þakka lækninum mínum og börnum, sem stóðu við mína hlið.
Það er rosalega sorglegt að vilja enda sitt líf, en nú loksins veit ég betur. Að mér líður betur hef ég öllum þeim sem stutt hafa mig, allt að þakka, þá eruð þið með í því.
Takk fyrir mig
kv unns
Athugasemdir
..... þú ert frábær......
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:28
þannig lít ég einmitt á þig Fanney, takk og takk fyrir að vera til og vilja vera bloggvinur minn
Unnur R. H., 9.1.2008 kl. 21:01
þú ert hetja
Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 22:05
Valli minn takk fyrir við þekkjum þennan fj.. sjúkdóm og Ninna ég hef alltaf litið upp til þín, frá unglingsárum og trúðu því
Unnur R. H., 9.1.2008 kl. 22:16
Gott að heyra að þér líður betur, það er örugglega gífurlega erfitt að kljást við þetta og þeir sem sigra eru hetjur. Gangi þér áfram vel Unnur mín
Huld S. Ringsted, 9.1.2008 kl. 23:05
Vá takk Unnur.....
Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 08:21
Ég sá þáttinn.Afar fróðlegur.Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:56
Ég vil nú bara á þessari stundu rifja upp,Fats Domino,var það ekki
Birna Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 09:53
Gangi þér vel Unnur, lífið er alltaf þess virði að lifi því hversu erfitt sem það er þá er ljósgeislar útum allt
Já og gleðilegt nýtt ár
Didda, 11.1.2008 kl. 13:41
Ég sá þennan þátt og vona að sem flestir hafi horft á hann. Það er gott fyrir mann að þekkja til þeirra veikinda sem herja á vini mans. Gott að heyra að þér líður betur núna. Gangi þér vel Unnur mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:25
Gangi þér vel áfram
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.