23.12.2007 | 10:10
Komið að því
Jæja þá er þolli kallinn komin, sem þýðir hjá mér að nú verða danir að fara að passa sig, ÉG ER AÐ KOMA. Nú er tími til að slá á létta strengi og bara hafa það skemmtilegt.
Í gær að vísu fór ég með stóru mína á læknavaktina, þar sem hún er búin að vera að drepast í hnénu. En fyrir allnokkrum árum reif hún liðþófa, fór í aðgerð en hefur aldrei orðið góð. Nema hvað að sá góði doxi sem skoðaði hana vildi að hún færi á bráðamóttökuna, í myndatöku og blóðprufu..Ekki hafði ég tima til að fara með henni þannig að vinkona hennar tók þá vakt að sér. Eftir 2 tíma hringdi stóra í mig og höfðu þá læknar á bráðó ekki gert neitt nema að kreista á henni hnéð, segja henni að panta tíma hjá bæklunarlækni og fara í myndatöku í orkuhúsinu, en þetta var allt bara í hennar höndum! Ekki var mamma gamla sátt við þessa háu herra þar sem dox 1 virtist finnast ástæða til að senda hana þarna niðreftir en ekki gat ég skipt mér meira af þessu, en stóra mín er alveg jafn þjáð nú og áður.
En síðan sauð ég hangikjöt og svið og krúttaparið og máni minn komu í mat, þannig að ég er búin að vera meið snemmjólin mín
Eitthvað er maginn á mér kominn í hnút út af fluginu, en þetta lagast allt saman. Ennþá viðhelst góð andleg heilsa og er ég alveg rosalega ánægð með það, sofna, sef vel og er spræk sem lækur á morgnana, svona á lifið að vera
Að endingu óska ég öllum bloggurum nær og fjær, gleðilegra jóla og þakka fyrir góð ritkynni á liðnu ári..Megi jólahátíðinn brosa ykkur við..
GOD JUL kv unns
Athugasemdir
Gleðileg jól Unnur
Birna Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 10:31
Gleðileg jól handa þér og allri fjölskyldunni
Jónína Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 17:08
Sendi mínar bestu óskir um gleði og frið á jólunum til þín og þinna.
Þakka samveruna í bloggheimum á árinu sem er að líða.
Megi nýtt ár færa ykkur enn meiri gleði og hamingju.
Jólakveðja
Linda Lea Bogadóttir, 23.12.2007 kl. 17:22
Gleðileg jól ,farsælt nýtt ár. Takk fyrir samskiptin á blogginu. Góða ferð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.12.2007 kl. 20:27
takk takk og takk fyrir mig. Er í danaveldi og bæði ég og danirnir virðast ætla að lifa það af hehe
Unnur R. H., 24.12.2007 kl. 00:24
Gleðileg jól...og hafðu það sem allra best í danaveldi......verður gaman að heyra af þér þegar þú kemur til baka...
Fanney Björg Karlsdóttir, 24.12.2007 kl. 10:44
Gleðileg jól og takk fyrir bloggvináttuna
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.