19.12.2007 | 08:58
4 dagar!!!
Úff hvað tíminn er fljótur að líða.. Það er alveg að bresta á brottför til danaveldis. Er samt ekki byrjuð að pakka niður, bara þvo allt sem taka á með..Var nefnilega að átta mig á að þetta eru 10 dagar! Ég var í huganum búin að pakka öllum fötunum sem dúllan á en svo var mér bent á að þau væru nú með þvottavél. En verð samt að taka mig taki og ganga frá þessu....
Við loksins drifum okkur upp á skaga að skoða íbúðina hjá krúttparinu og Mána mínum. Ekki neitt smá flott íbúð, þau eru líka alveg rosalega ánægð.
Stóra mín vinnur, vinnur og vinnur. er ekki búin í þessari vinnutörn fyrr en á aðfangadag. Vona nú samt að hún geti komið og borðað með okkur á laugardaginn, þar sem skagabúar ætla að mæta líka í snemmjól hjá mér
En mikið svakalega líður mér vel, mér finnst eins og ég sé að öðlast eitthvað nýtt og gott. Þessi tilfinning hefur ekki verið í mér í svo mörg ár að mér finnst það bara sorglegt! Ég hef verið meira og minna háð því að taka svefnlyf, þar sem ég hef þjáðst af miklum svefnröskunum, en viti menn, síðustu 4 kvöld hef ég bara sofnað um leið og ég fer í rúmmið (kannski ég fari að láta gemsan vekja mig til að taka svefnlyfin)
Nú sit ég og horfi inn í stofu hjá mér og dáist af jólaljósunum af jólatrénu, en ég kveikti á því síðasta sunnudag til að frá svona smá fílingu fyrir jólunum. Ekki voru allir á heimilinu sáttir við það, en ég benti bara þeim hinum sama að það verði svo mikill rafmagnssparnaður um sjálf jólin að ég yrði að draga úr áfalli orkuveitunar með því að hafa smá kveikt ha
En eins og ég segi líður mér eins og barni að bíða eftir jólapökkunum og er ég svo sátt við það.
En ég ætla að taka tölvuna með mér til danaveldis til að fá ekki svakaleg frákvörf, það gengur ekki
Hætt að sinni, fara að sinna erendum see u kv unns
Athugasemdir
Bjartsýni... jákvæðni... gleði... stendur með sjálfri þér og því sem þú vilt gera ! Frábært að lesa þessa færslu hjá þér núna !
Ég óska þér og fjölskyldu þinni, innilega gleðilegra jóla, bæði danskra og íslenskra og megi nýja árið verða milljón sinnum betra við þig, en það gamla !
Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 09:44
Eins og talað úr mínum munni,eða skrifað úr minni tölvu.Allt sem Ninna sagðiHafðu það rosalega gott
Birna Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 19:47
óska þér góðrar ferðar og vona að þú hafir það gott í Danaveldi...... og áður en þú pakkar niður öllum fataskápnum vil ég minna á að í Danmörku verður allt löðrandi í útsölum milli jóla og nýárs.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:46
Hlakka geggjað mikið til að fá ykkur hingað út. Og já eins og síðasti ræðumaður minntist á þá byrja útsölurnar hérna milli jóla og nýárs. H & M opnar sína útsölu 28 des. Bið að heilsa heim :)
Ása Vilborg (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:51
Hafðu það nú gott bæði um jólin í Danaveldi og fram að jólum á Íslandi.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 15:24
Hæ mín kæra...
Góða ferð til DK - Njóttu vel
Linda Lea Bogadóttir, 20.12.2007 kl. 22:38
Gott að heyra kvað þér líður vel. Sendi þér og þínum bestu jólakveðjur og vona að þú njótir daganna í Danaveldi. Góða ferð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.12.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.