7.12.2007 | 20:19
Kom að því
að ég kæmi aftur . En allur bakstur búin að húsið skreitt hátt og lágt, að unnar sið Það er búið að vera nóg að gera hjá mér. Dúllan var að klára leiklistarnámskeiðið og fórum við í gærkvöldi að horfa á afrakstur erfiðisins hjá henni Þar mættum við, gömlu foreldrarnir, stóra mín, Gumminn og Birnan og auðvitað Nökkvi minn. Mikið var ég glöð að þau skildu koma þar sem þau eru jú flutt á skagan. En þau töfðust aðeins þannig að þau misstu af upphafinu, þar með dúllunni, sú var flott maður minn, gott efni í leikara stelpan sú.
Enda var ég svo stolt af henni. Þetta voru nokkrir hópar sem voru að sýna og var hún í yngsta hópnum og að mínu mati og annara, voru þau lang skýrmæltust og minnug á textana sína, einmitt, næsta kynslóð leikara hér á landi
Ég er eitthvað svo undarlega dofin fyrir jólunum, kvíði, hlakka, bjartsýn, svartsýn, svei mér þá ef þetta er ekki að mála skrattann á veggina..Nei nei ég hlakka svaka til að fara út til lille fameli í kolding.
Stóra mín hefur ekki tíma til að flytja fyrr en milli jóla og nýárs og er ég bara fegin að hún verði hér heima, betra að vita af einhverjum hérna til að passa mýs og jólaljós
Nú ætla ég að horfa á ruv!!!
See u kv unns
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.