4.12.2007 | 17:21
Síðustu 2
alveg að verða komnar í höfn,Þ.e. smákökusortirnar..
En aldrei þessu vant var ég ekki neitt rosa hress í morgun.Vaknaði kl 5 og hef ekkert getað sofið. Ég kalla ekki að sofa með augun opin og hugsandi út í eitt, þótt ég var í rúminu..
Kannski er þetta einhver fyrirfram kvíði og tilhlökkun hjá mér. Ég vona það minnsta kosti.
En hvað með það ,þá fékk ég gesti í gær og í fyrradag sem ég er rosa ánægð með. Á sunnudag kom Hanna og Óli, gaman þar sem hann hefur ekki komið hingað
Og í gær komu mínar kæru mágkonur, hef alltaf gaman að fá þær í heimsókn.. Keypti einmitt jólagjafir handa þeim á laugardaginn, þær eru svoo mikið æði
En eins og ég segi er ég að baka og síðasta sortin er í ofninum, borðinu og út um allt..En á laugardaginn er ég að fara í kennslu með að búa til franskt komferkó ójó
Ég nefnilega svo heppin að eiga franska vinkonu sem er snillingur í konfektgerð, að vísu er hún snillingur á alla hlið sem lítur að matar-og bökunargerð, þannig að hún var að bjóða mér að kenna mér og þvílík hamingja, loksins get ég gert mitt konfekt sjálf, ekki kaupa það
En núna ætla ég að passa að brenna ekki lakkrístoppana
so see u next time
kv unns
Athugasemdir
Vá!! Rosalega ertu dugleg!!
Var ég búin að segja þér það
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:48
hehe valli minn þú ert algert æði. Takk fyrir að vera vinur minn
Unnur R. H., 4.12.2007 kl. 21:03
Já heillin passaðu þig nú að brenna ekki lakkrístoppana.... Dugleg
Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 21:31
Líst vel á húsmóðurferilinn
Birna Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 23:20
Það vantar aldrei dugnaðinn í þig!! en hvernig væri svo að loknu námskeiði að deila fróðleiknum með okkur
Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 20:38
Unnur R. H., 6.12.2007 kl. 09:11
Eða það sem væri nú alveg í anda jólanna: Senda okkur sýnishorn ??????
Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 12:28
MMMMig langar alveg í konfekt
Birna Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.