3.12.2007 | 21:16
well
ég er enn svo hress og glöð. Að vísu hef ég ekki verið að baka síðustu 2 daga...Ég nefnilega fór á ball á laugardagskvöldið og það var svooo gaman..Ég dansaði og dansaði, hef ekki gert það í ár.
En núna er Gumminn minn, Birnan mín og Máni minn flutt upp á skaga og Stóra mín er byrjuð að selflytja sig þangað yfir. Rosalega verður tómlegt hjá minni ojojoj. En ég er með dúlluna og geri hana örugglega kolvitlausa með endalausu röfli hehe.... En nú styttist í danaveldi og það er bara gaman að hugsa til þess að breyta til, ehemm samt svoltill kvíði. En þetta er bara gaman. Er búin að klára jólagjafadótið og núna er bara súpur, hakk og kjúllar í mat fram á brottför.
Ok en núna er ég að fara með dúlluna upp í rúmm og á morgun ætla ég að klára þessar smákökur sem ég á eftir.
Annars fékk ég ofsalega góða sendingu norðan frá landi...Mín besta vinkona sendi mér 50 sörur, ha geri aðrir betur enda er hún bara æðisleg
En góða nótt
till next time kv unns
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 07:13
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.12.2007 kl. 12:50
Alltaf gaman að dansa
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.