Vaknaði að venju

Hryllilega kát og hress og hlakkaði til að takast á við daginnWink. En í gærkvöldi fór ég að rifja upp hvenær mér leið svona vel, eins og mér er búið að líða síðustu daga..En hvað með það, ég uppgvötaði að það eru 9 árW00t. Svei mér þá, ég fékk bara vægt áfall!!

En þegar ég fór að skoða þetta nánar, þá byrjaði vanlíðaninn út af breyttum lyfjum meðan ég var ófrísk af dúllunni..Og síðan bættist fæðingarþunglyndi ofan á allt samanShocking. En ekki breytti ég neitt lyfjaskammtinum mínum..Alla veganna hafði þetta allt þau áhrif að síðustu ár hef ég fengið dauðaþráhyggjur, ofsakvíðaköst og annað skemmtilegheit sem fylgja þessum andlega sjúkdómi..Og til að toppa allt fór ég að sækja í áfengi meira en góðu hófi gengdi. En allt tók þetta enda í janúar síðastliðnum, þar sem ég lenti inn á geðdeildinni og fór að fá rétt lyf og með því betri líðan. Allt tók þetta tíma en í dag finnst mér lífið yndislegtSmile.

Auðvitað hefur þetta allt sett sinn toll á alla fjölskilduna og er erfiðast að laga það, en trú mín er að það komi eins og allt annaðSideways.

En nóg um þetta, ég ætla að snúa mér að deginum í dag,sem eins og ég ritaði byrjaði vel hjá mér. Dúllan átti að koma með eitthvað góðgæti t.d. smákökur, en ég snaraði mér í að baka djöflatertu Devil sem ég fór með út í skóla og einnig fulla skál af náttlega nýjum smákökumJoyful.

Hef fulla trú að börnin kunni að meta þetta...En ekki er ég neitt að slá slöku við í bakstinum, rúmar 200 smákökur litu dagsins ljós í gær og ætla ég að klára þetta frá í dag ehemm(enda bara 2 sortir eftir). Svo þarf ég að fara snemma á fætur í fyrramálið og fara með dúlluna á æfingu í leikhúsinu, en nú fer að líða að sýningu hjá þeim af námskeiðinu.

Síðan ætla ég að sjoppa og hafa gaman og jafnvel enda á balli.............

En kaffið bíður og hræri vélin í stuðiDevil

till next time kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert svo greinilega á uppleið Ég endurtek : ógisssssslega dugleg

Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hún snaraði í eina Djöflatertu.Þú ferð alveg með mig kona.Ef ég myndi ætla að snara í eina hnallþóru,þá yrði það snarferð út í bakarí

Birna Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm og á bílnum eða það sem betra er, senda einhvern annan

Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 30.11.2007 kl. 16:08

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hvað eru smákökusortirnar margar?  Þú ert sko feikilega dugleg kona. Láttu þér líða vel, ekki ganga fram af þér.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:21

6 Smámynd: Unnur R. H.

Ólöf mín ég ætla að baka minnst 8 sortir og sé svo til

Unnur R. H., 1.12.2007 kl. 08:48

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

... þú ert eitthvað svo frábær manneskja............. snarar í eina og eina smákökusort svona eins og að drekka vatn...... ég gerði samning við Jóa Fel.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.12.2007 kl. 13:19

8 Smámynd: Unnur R. H.

Gott hjá þér Fanney, mér finnst þetta bara svooooo gaman þessa dagana

Unnur R. H., 1.12.2007 kl. 16:33

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega ertu flott!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband