29.11.2007 | 13:52
Bakið
fór batnandi þegar líða tók á gærdaginn Þá náttlega tók ég til við að halda áfram baksturinn og hafði af að baka 4 sortir, næstum 500 smákökur í heildina
En þá tók bakið aftur að bila, kannski af því að ég stóð á steingólfinu í eldhúsinu allan daginn..Ætla að fá mér korkflísar við fyrsta tækifæri. En ég fór út í skóla að ná í dúlluna í hádeginu í gær þar sem hún var með hausverk og eitthvað slöpp. Þegar út í skólann var komið, hélt ég að nú hafi ég farið eitthvað vitlaust, því út um allt voru börn sem voru eitthvað meidd. Ekki hafa þau greyjin varað sig á þessari hálku sem var og voru öll meira og minna á hausnum.. Þarna voru börn með sprungnar varir, glóðuraugu, kúlur á hausnum og margt, margt fleira. Úff þvílíkt og annað eins öngþveiti, boy ó boy. Ekki hefði ég viljað vera í sporum kennara og starfsfólki skólans, þar sem þau voru að stumra yfir blessuðum börnunum.
En dúllan var með hita þannig að ég dreif í hana verkjapillu og svo beint í rúmið með hana.. Að vísu var hún mjög fljót að jafna sig, var orðin hitalaus í morgun eftir að hafa sofið í 13 tíma!
Núna er ég enn að reyna koma mér í bökunargírinn, bara nenni engu.. En ég vill helst klára þetta allt af fyrir helgi svo ég geti byrjað að gera allt hreint! þetta hefst
Nú er vindurinn farinn að blása verulega hér fyrir utan gluggan og ég virðist fá orku v ið það, hversu undarlega sem það hljómar.
Er þá farinn að baka vandræði og drekka vel af kaffi með
till next time kv unns
Athugasemdir
Hvað meinarðu ? Nennir engu ? 500 smákökur !!!! Hvað er það ? LETI ?? Þú ert ógisssssslega dugleg !
Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 14:45
Jæja,þarna rústaði hún húsmóðurferlinum mínum
Birna Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 16:49
Unnur R. H., 29.11.2007 kl. 17:26
Minn hrundi þegar ég las um smákökurnar hennar...
Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 18:05
vá hvað þú ert dugleg!!
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.