28.11.2007 | 08:51
Er búin að
Skakklappast um síðustu tvo daganna..Er að drepast í bakinu Tel líklegt að hér sé um þursabit að ræða en god ó god hvað þetta er vont að vera svona ojjjjj! En ekki er ég þó að láta það stoppa mig af frekar en annað. Bakaði í gær, að vísu gat ég ekki legið í gólfinu og bónað. Svo var farið að klára bökunarinnkaupin þannig að ég get aldeilis verið dugleg í dag..Nóg að gera framundan. Á föstudag er skemmtun í skólanum hjá dúllunni og þar á hin duglega moa að koma með eitthvað góðgæti á hlaðborð sem verður eftir að börnin eru búin að skemmta okkur.
Er ég liggjandi í bókum og blöðum til að finna eitthvað við hæfi, hef samt ekki komist að niðurstöðu ennþá..Það kemur, bara að pæla mig ekki vitlausa af þessu.
Á laugardaginn er svo laufabrauðsdagur í skólanum, sem við mætum náttlega á..Síðan verður stefnan tekin á jólasamkomu hjá húsbílafélaginu..Þar verður örugglega margt flott að sjá, því markaður verður í gangi, þar sem konur og kallar eru að selja handverk og annað..Bara gaman.
Er samt ekki alveg að sætta mig við bakið, þar sem ég vakna á nóttunni bara við að snúa mér í rúmminu, er að pæla í að fá mér svona talíu sem ég get tosað mig upp úr!!!!! Það er kannski svolítið öfgafullt en hver veit. Mér dettur ýmislegt í hug þessa dagana
Alltaf styttist í danmerkurferðina og er bæði tillhlökkun og kvíði sem ræður ríkjum hjá mér út af því..Bara eigingirni í mér, þar sem ég vill að sjálfsögðu hafa alla í famelíunni í kring um mig.En er búin að ákveða smá litllu jól hjá mér þann 22 des og þá koma börnin mín blessuð og borða eitthvað gott hjá mömmslu sinni, bara sætt.
Úff núna er ég bara byrjuð að bulla. Hætti því og fer bara að baka í staðinn
Sem sagt kaffi, sígó og svo bakstur,,flott!
til next time kv unns
Athugasemdir
Það er líka algerlega bannað að liggja í gólfum og bóna þau árið 2007!!! Þú kaupir bón á brúsa, hellir slurk á gólfið og notar svo moppuna eins og þegar þú skúrar ! Ef maður þarf þá eitthvað að vera að bóna, það getur verið hættulegt... maður getur bara runnið til og dottið og meitt sig...Gangi þér vel í bakstrinum
Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 11:04
Heyrðu að mer skildi ekki detta þetta í hug, er ekki alveg að skilja sjálfa mig. Úps, ég verð að gera þetta sonna, þ.e. bóna
Unnur R. H., 28.11.2007 kl. 11:10
Þar sem Jónína er búin að kenna þér gott ráð við að bóna gólfin,ætla ég að gefa þér ráð við að snúa þér við í rúminu án þess að fá þér talíu. Þú notar bara lak úr silki ( Fóðursilki ) eða einhverju hálu efni. Ég vann lengi á saumastofu FSA og við saumuðum svoleiðis lök. Þau voru vinsæl til að hafa undir fólki sem ekki gat snúið sér hjálparlaust. Ég nota þetta líka ef ég fæ í bakið. Ekki ganga fram af þér í jólaundirbúninginum. Gangi þér vel.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.11.2007 kl. 12:30
Frábært ráð hjá Ólöfu og það svínvirkar, ég var búin að gleyma þessu...
Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 12:40
Ekki smá ráðagóðar konur hér Ég bókstaflega tek ofan fyrir ykkur
Unnur R. H., 28.11.2007 kl. 13:02
Takk dúlla
Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 13:13
Takk takk
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.11.2007 kl. 13:44
Ææ það er ekki gott að fara svona ílla í bakinu það þekki maður af eigin raun,en í guðs bænum farðu varlega svo þú verðir orðin góða þegar kemur að danaveldi og við vitum það að gólfið bíður sko alveg eftir þér,elsku unnur láttu þér batna.
kv Helga.
helga (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:13
Já ég ætlaði einmitt að mæla með snúningslökunum, þau fást í öllum apotekum held ég örugglega. Eru snilld fyrir verkjasjúklinga og þá sem eiga af einhverjum orsökum erfitt með að hreyfa sig.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 28.11.2007 kl. 23:45
Flott fólk,farðu varlega kona
Birna Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.