Komið kvöld

og piparkökur bakaðar og skreyttar, ekki smá flottar. En núna er ég að slappa af eftir matinn og reyna að koma reglu aftur á húsið eftir algert kæruleysi í dagAngry

Ehemm ég held að það sé bara mér sjálfri að kenna, þar sem ég missti mig í að skreyta piparkökurBlush. Sko þetta átti að vera fyrir börnin, en vitið, ég missti mig algjörlega í glassúr, rauðum, gulum, grænum, bláum og ég sat þegar börnin voru búin að fá nógWoundering. Eitthvað er ekki alveg að gera sig hér!!

Ójú af hverju ekki..Við nefnilega megum alveg missa okkur í því sem við viljumCool.

Kannski er bara gott að vera með barnið í sér ennþá, að minnsta kosti finnst mér það. En það er algjör snilld að getað keypt svona næstum tilbúið piparkökudeig frá kötlu að ég held, nema að ég var að prófa þetta og það virkar sko!!!!!! Ekki spurningSmile. En núna eru börnin að baða baðherbergiðGetLost þannig að ég held að ég verði að fara að ath með þetta.

Og ómg hún stóra mín var að fá húsnæði á skaganum þannig að hún er  í skýjunum og auðvitað er ég þar líka með henniGetLost eða leyfum henni að njóta. Hún finnur sig svo vel þar sem ekki er of mikið af fólki.. Ég held að Akureyringurinn í henni sé alltaf til staðar, sem er mjög gottSmile

en núna er ég að fara að stoppa flóðið!!!

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hvernig væri að bjóða í piparkökusmakk og ískalda mjólk?
Stundum sakna ég þess að hafa ekki kríli í baði að dúllast í ... hahaha

Góða helgi mín kæra

Linda Lea Bogadóttir, 24.11.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta er frábært.Ég ætla að hóa saman liðinu um næstu helgi í piparkökubaksturinn.Barnabörn og börn vinkonu minnar,þeim finnst þetta æði og mér líka.

Birna Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er ekki svona dugleg, löngu hætt að baka piparkökur, kaupi þær bara en borða þær ekki. En ég dáist að dugnaðinum og svo líka jákvæðninni í þessum pistli

Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 10:56

4 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 25.11.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband