24.11.2007 | 11:50
Fallegur frostamorgun
Mikið fannst mér fallegt að horfa út í morgun, frost en fallegt..Kannski er ég að breytast í dramadrottningu, þar sem mér finnst allt eitthvað svo fallegt yfir að líta, hvert sem ég horfi, úti sem inni
En kannski er það bara af því að mér líður svo vel þessa dagana, veit ekki alveg af hverju, en góð liðan sama af hverju hún er, er nefnilega ekkert svo algeng hjá mér..Fyrir ári síðan leið mér svo ílla að mér langaði ekki að lifa, allt var svo svart í mínum huga, tilgangur horfinn, gleði yfir öllu var ekki til hjá mér.
Þess vegna er ég svo glöð að finna gleðina. En hvað sem því líður var ég alveg ógesslega dugleg í gær. Gerði herbergi dúllunar hreint frá topp til tá, henti dóti, breytti til og var það líka 4 klst sem fóru í þetta..Þegar það var búið tók ég herbergi okkar og fékk það sömu útreið. Ekki var líkaminn alveg að samþykkja þetta, en sálin var ánægð
Svo kom Mánaskinið mitt til ömmu sinnar og var hann svo glaður að eiða helginni hérna með okkur. Á eftir erum við að fara í piparkökubakstur og ætlum við að hlusta á jólalög á meðan og kveikja jólaljósin sem upp eru komin. Það verður gaman hjá okkur
En núna verð ég að fara út í búð að kaupa síróp svo við getum hafist handa.
see u kv unns
Athugasemdir
Gott þér líður vel og góða skemmtun í bakstrinum
Jónína Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 12:29
Muna:það er bara til ein eins og þú.Skemmtu þér
Birna Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 15:43
Takk kæru systur þið eruð yndislegar
Unnur R. H., 24.11.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.