Skrítinn tími

Að öllu jafnan ætti ég að vera búin að baka 6 sortir af smákökum, gera jólahreingerningu og annað, en þess í stað er ég algjörlega laus við stess þessa stundina og dunda mér við að skreyta!!

Skrítið að hugsa til þess að ég verð ekki heima hjá mér um jólin, en eru breytingar ekki til hins betra ha, held það baraWink

En hvað því líður þá fórum við hjónakornin með dúlluna í bústað um síðustu helgi með vinafólki.. Bústaðurinn var algjört æði, stór og rúmmgóður með meiru og sat maður bara og horfði á Strokk gjósa út um stofugluggan, sem sagt alveg rétt við dyrnar á Geysi. Ekki lélegt þaðWink. Að vísu fór ég ekki í heita pottinn fannst allt of kalt úti til þess, en börnin fóru og höfðu gaman af enda flottur pottur með diskóljósum og ölluJoyful. Á laugardeginum skruppum við niður að Reykholti í kulda og trekki, en fallegu gluggaveðri..Allt gott um það að segja, um kvöldið grilluðum við öll saman og var það alveg yndislegt, matur og drikkir hinir bestuKissing.  Eftir matinn fóru börnin og kallinn í pottinn, en þegar þau voru rétt komin ofaní skall á vitlaust veður og lá við að þau fykju upp úr aftur.. Það var það hvasst og mikið frost að það myndaðist svell um leið í kring um pottinn og dúlla mín var næstum fokinn út í veður og vind..En með hjálparhöndum frá mörgum komumst allir inn. En mikið var gott að getað setið inni í hlýjunni og hlustað á vindin vitandi að maður gat bara slakað á.

Fórum heim í rólegheitum á sunnudeginum, elduðum góðan mat (alltaf étandi) og vorum sátt og glöð með góðann endi á helginniGrin.

Svo átti kallinn afmæli á mánudaginn og litu mágkonur mínar í kaffi um kvöldið og var það mjög fínt, færðu þær bróður sínum brandarabók fyrir 60 ára og eldriLoL. Er ég mikið búin að hlæja af þeirri bókTounge

En nú fer að líða að næstu helgi og er ég með Mána minn um alla helgina og hlakka mikið tilSmile

En núna er ég að fara að koma dúllunni i rúmmið og fara að yfirfara jólaseriurnar mínarCool, þær fara nebblega upp á morgun.

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að lesa hjá þér, gott að helgin var svona vel heppnuð

Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 22:01

2 identicon

Til hamingju með kallinn. Það er gott að breyta aðeins til um jólin og vera ekki fastur í einhverju fari sem ekki má breyta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

You?re The Best 





Birna Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ertu jólabarn ?
á hús í Breiðholti dag sem er alskreytt jólaseríum bæði inni og út... komst í jólaskap og hugsaði; Já þetta er bara allt í lagi... lýsir upp skammdegið og sálina. Ég ætla líka að setja jólaljós í glugga um helgina.

Linda Lea Bogadóttir, 22.11.2007 kl. 23:29

5 Smámynd: Unnur R. H.

Ég er sko jólabarn. En þar sem ég er að fara til danmerkur um jólin, kalla ég þetta aðventuskreytingar hjá mér er ég ekki góð

Unnur R. H., 23.11.2007 kl. 08:47

6 Smámynd: josira

 Gamla mín, langt síðan ég hef kvittað, kiki reglulega við...já og til hamingju með manninn þinn, hann frænda minn  á mánudaginn...Já og ég ætla að votta það hér og nú að hún Unnur , þessi elska er ALGJÖRT jólabarn...Yndislegt að koma í jólamánuðinum og fyrr jafnvel, á jólaheimilið hennar Unnar og family...og allt jóla-handverkið  sem hún á og hefur gert...smjúts til þín kæra Unnur...ég finn bara jólailminn í gegnum tölvuna...Það verður gaman að vera saman í Danaveldi hjá litlu family þar...Líka tilbreyting fyrir ykkur að fara úr jólastressinu hinu Íslenska um stund...heyrumst...

josira, 23.11.2007 kl. 15:03

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Duglega kona! Þið jóladúllurnar fyllið mig vanmáttarkennd!

Laufey Ólafsdóttir, 23.11.2007 kl. 23:07

8 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig elskurnar..Já þetta árið er sko tekið á því þar sem heilsan var ekki góð í fyrra

Unnur R. H., 24.11.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband