14.11.2007 | 22:48
dagur að kveldi kominn
Ég er ekki búin að eiga neitt rosa góðan dag nema að ég er svona rosalega neikvæð allt í einu
Nei en í dag er ég búin að vera að gera hitt og þetta(aðalega þetta) sem sagt ekki neitt En hvað með það þá er ég að velta mér eina ferðina enn upp úr fortíð sem getur verið gott svona af og til.
'i því tilfelli sem ég er með núna er það ekki gott en málið er að ég er alltaf með kallinn við eyrað á mér til að segja mér hversu ömurleg ég er og sorri, ég er að meina það!!!
Ég elda, þríf, brosi en sama hvað ég geri er ekkert nógu gott en ég er þó svo heppin að ég á góða vini sem sjá mig eins og ég er,ekki engil en bara normal kellu...
En um helgina er okkur boðið í sumarbústað, og ég, verð þar með að draga upp sundbol þaaar sem er boðið upp á heitan pott
Ég er nefnilega ekkert fyrir að fara í sundbol með öll mín aukakílo og halló!!!dóttir mín getur ekki platað að ég sé bara feit í fötum
Ok, ég verð bara að kingja þessu ekki satt Ef þið hafið séð fíl í sundlaug, kommon þá vitið þið hvað ég meina
E n núna er ég að fara að sofa og aftur SPARA PUTTANA ehemm
kv unns
Athugasemdir
Af hverju þarftu að kingja einhverju sem þú vilt ekki ?
Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 22:53
það eru aðalega aukakílóin sem ég verð að kingja, þau fara ekki svo auðveldlega
Unnur R. H., 15.11.2007 kl. 12:49
Æi skinnið mitt, ég veit það getur verið erfitt, en annað hvort er að losa sig við þau eða sætta sig við þau
Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 15:00
Unnur R. H., 15.11.2007 kl. 15:24
Heyrðu sæta,ekkert svona.Þú ert eina eintakið af þér og þú átt það skilið af sjálfri þér að finnast þú glæsileg kona.Og ef þú vilt ekki fara í heitan pott,þá bara sleppirðu því,eða það sem betra er,skellir þér í pottinn og verður bara ánægð með þig.Þetta er allt spurning um val,ekki satt
Birna Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 00:21
Hlustaðu á Birnu og taktu mark á því sem hún segir Við höfum öll val !
Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 06:44
Segi nú bara eins og Birna. Ekkert svona!!! Annað hvort berðu þig um með stolti og hefur ekkert að skammast þín fyrir. Hvort sem þú ert með einhver aukakíló eða ekki og trúðu mér flestum finnst þeir hafa of mikið af kílóum að burðast með eða þú ferð bara andskotann ekkert í sundbol. Bara gera það sem þér líður vel með. Þetta er þitt líf!!!
Koma svo!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 18:52
Jagidijag...
Mundu að þú ræður... öllu er varðar sjálfa þig...
Linda Lea Bogadóttir, 20.11.2007 kl. 14:54
Mannflóran er fjölbreitt og hver með sínu sniði. Ég met nú mennina eftir því sem innra með þeim býr. Það er það sem skiptir mestu máli og svo það að vera sáttur við sjálfan sig. Láttu þér líða vel og ég tek undir með Birnu og Lindu. Þitt er valið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.11.2007 kl. 17:50
Vissirðu að fílar eru mjög fimir í vatni? Uss, ég er annars viss um að þú ert að ýkja stórlega! Ég veit líka að flestar konur glíma við þessa sundfatafóbíu, konur af öllum stærðum. Það er yfirleitt öllum sama nema okkur sjálfum.
Laufey Ólafsdóttir, 23.11.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.