Dagar venjuleikans

að renna upp. Ekki það að mér leiðist þetta venjulega daglega líf, nei, en mér finnst þeir bara svo oft laaangirBlush

Annars var laugardagurinn alveg æðislegur hjá mér..Sá gamli tók að sér að ryksuga allt hátt og láttW00t og gerði sem sagt skúringarnar léttari hjá mérWink. Kalkúnninn var kominn í ofninn kl 14 og þá tók við tilbúningur á allra handa meðlæti og gúmmelaði..

Ég var nú að visu dáltið stressuð yfir þessum blessaða kalkún, þar sem dagar og ár eru síðan ég var eitthvað að tilraunast með svona fugl. Mátti ég oft sitja á mér að vilja ekki bara rífa hann upp og ath hvernig hann hefði það. En ég stóðst það og lét bara lyktarskynið leiða mig áframGrin

Svo þegar gestakoma nálgaðist var borðið gert klárt kveikt á kertum og seríum og auðvitað hvítvínið opnað, síðan bara beið égWhistling

Þegar gestir voru komnir (allir með pakka handa mér jibbý) og sest var niður og tími til að rífa álið utan af kallanum, og hvað haldiði, þarna birtist hinn fallegast kalli sem ég hef nokkurntíman eldað og ekki bara það heldur var hann gullinbrúnn, sem sagt fullkominnGrin

Og bragðið var alveg eftir útlitinu og allir fóru saddir og sælir frá borði, mér til mikillar gleði og ánægju. Meira að segja borðaði dúllan mín matinn með bestu list en hún er mjög oft erfið í sambandi  við mat.

Sem sagt fullkomið kvöldGrin. Og í gær fékk ég svo heimsókn, þar sem mágkona mín kom og færði mér pokakellingu, svei mér mér liggur við gráti, mér finnst allir svo góðir við mig þessa daganaHalo

En ég er í rosa góðum gír og er í ALVÖRU í smákökubaksturs hugleiðingur, ekki bara að hugsa heldur byrja að framkvæmaWink

Nú er ég þreytt í puttunum, ætla að spara þá aðeins.....

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað eru allir góðir við þig ! Þú átt það skilið !

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snillingur ertu!¨

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gaman að heyra kvað allt er í góðum gír hjá þér. Þú ert frábær.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.11.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert snilli mín kæra.En hvað er annars pokakelling

Birna Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 23:17

5 identicon

Frábært að allt gekk upp. Jólasmákökurnar hummmmm. Jú það er að detta tími á að baka hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:16

6 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig allar og Birna Dúa, pokakerling er til þess gerð að troða plastpokum í hana

Unnur R. H., 13.11.2007 kl. 13:04

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Omægood,þar fauk restin af húsmóður ferlinum út um gluggann hjá mér.'Eg kuðla þeim bara saman og treð þeim ofan í skúffu.Segðu ekki systrum mínum,þær sko brjóta þá saman.

Birna Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 18:22

8 Smámynd: josira

Til lukku með laugardaginn góða, ljúfan mín  frábært hvað hann tókst vel og skemmtilega, bara svona eins og þú ertég var líka svo lánsöm að eignast pokakerlingu...auðvitað frá min mam...ekkert smá lekkert og sniðugt að fylla uppí góða maga á kellunni, sem ber það líka smart,  og losa plastpokana úr skúffum og skápum...mæli með að svona fín bústin pokakella sé í hverju eldhúsi, svona bæði til skrauts og gagns...

josira, 13.11.2007 kl. 21:25

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er ein af systrum Birnu og ég vil taka það skýrt fram að ég brýt ekki saman pokana mína, ég treð þeim í þar til gerðan plasthólk sem ég keypti í IKEA

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 21:57

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss hún brýtur þá saman eins og 'Islenska fánann,með viðhöfn

Birna Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband