9.11.2007 | 13:37
Er að sjá
fyrir endann á þessari pest..Fór til læknis í morgun og er kominn á penzó og eitthvað annað lyf..Vonandi verð ég því orðin frísk og kát upp úr helginni. Eins gott að ég dreif mig, þar sem ég er með matarboðið á morgun og verð að vera hress við gestina, annað gengur ekki upp.
Ætlaði að vera búin að baka eitthvað af smákökum, en heilsan hefur ekki boðið upp á það, en jólakortin kláruðum við dúllan að gera og eru þau rosa fín
Stóra mín vinnur bara og vinnur, kemur heim og fer að sofa, held að þetta verði svona hjá henni framm að jólum Sú verður orðinn þreytt eftir þetta allt saman, ætli hún sofi ekki bara öll jólin. En þá verð ég náttlega í baunalandi að hafa jól í góðu lagi
Dúllan er strax orðin spennt að fara og ef hún réði, þá væri allt komið ofan í tösku...Eins gott að láta það bíða aðeins
En núna er ég að fara í geymsluna og finna eitthvað af jólaskrauti til að setja upp fyrir matarboðið, verð að getað hneykslað fólkið svona pínu
En svona ætla ég samt að hafa það en vona að þið hin eigið góðan dag
kv unns
Athugasemdir
Ég segi bara Gleðileg jól við þig núna
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.11.2007 kl. 13:46
Unnur R. H., 9.11.2007 kl. 14:16
Gott þú ert að hressast, gangi þér vel og góða skemmtun í matarboði
Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 16:02
Grr jóla hvað.Fresta þeim fram í mars.Þá hef ég nógan tíma.
Birna Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 19:04
Takk fyrir mig og Birna mín ég get alveg gefið eitthvað af jólaskapinu mínu, það er alveg til skiptana
Unnur R. H., 9.11.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.