Er öll að koma til

er samt ennþá með skrýtna rödd og ljótann hósta,en þetta er að koma...Hef haft nóg svo sem að gera, er að byrja að undirbúa matarboð sem ég ætla að halda á laugardaginnWhistling

Er ég búin að ákveða að hafa kalkún svo plíísss ef einhver á pottþétta uppskrift af þannig matseld let mí nó haTounge

Það eru nefnilega mörg ár síðan ég eldaði þetta seinast og eins gott að þetta heppnist nú hjá mérWink.

Svo var tekin rosa stór ákvörðun hjá okkur hér í gærkvöldi, við erum sem sagt að fara til Danmerkur á þorlák og ætlum að vera framm til 3 janúar! Mér finnst þetta svolítið skrítin tilhugsun, en um að gera að prófa eitthvað nýtt og hlakkar okkur öllum til að eyða jólunum með Finni, Ásu og Ingu RósGrin

Alveg er það merkilegt með mig, þessa flughræddu, að þegar ég byrja get ég ekki hættBlush. Nú líða bara 7 vikur á milli flugferða hjá mér, já svei mér þá, ætli að ég verði ekki bara orðin flugfíkill eftir allt saman Cool

Mér fannst nú samt pínu erfitt að segja stóru börnunum þetta, en auðvitað voru þau bara glöð fyrir okkar hönd, enda orðin fullorðin og eru ekki eins háð mér eins og ég hefði viljað hehehehe.

Nei nei þetta er bara gott mál, en að halda að ég myndi sleppa jólabakstri, skreytingum og öðru, nei ó nei. Ég byrja bara fyrr og verð því bara byrjuð um næstu helgi að skreyta hátt og lágt, og að sjálfsögðu eru jólin ekki búinn fyrr en 6 jan þannig að ég hef 3 daga eftir þegar ég kem heim.....

Er að byrja í dag að búa til jólakortin með dúllunni og að sjálfsögðu verða spiluð jólalög undir (úff eins gott að éger hjá geðlækni annas yrði mér bent á að það sé þörf á því).

Ég er sem sagt kominn á skrið og verður gaman hjá mér, að minnsta kosti ætla ég að hafa það gaman...Er að fara að byrja á kortagerð eigið glaðan dagLoL

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að heyra um batnandi ástand á heilsufarinu. Til hamingju með þessa ákvörðun að eyða jólunum í Danaveldi. Gaman fyrir þig að breyta ögn til og gangi þér vel við kortagerðina.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 7.11.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hjá þér

Jónína Dúadóttir, 7.11.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Unnur R. H.

Ég þakka ykkur fyrir stúlkur mínar

Unnur R. H., 7.11.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Danskurinn er heppinn að fá þig á jólunum

Birna Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kalkún það er sko matur sem maður eldar með hjartanu,

dekrar við hann allan tíman í ofninum og segir svo

þegar maður borðar ummm þetta er guðdómlega gott.

Verði ykkur að góðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2007 kl. 20:09

6 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 9.11.2007 kl. 08:30

7 identicon

Gleðileg jól hehehehehe. Það er einhver pest búin að vera á flakki í borginni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband