Er lasin

Búin að vera svo drulluslöpp, með hausverk, beinverki og svo bættist hóstinn við í nótt..Ekki gott, svaf frekar ílla og virðist hafa haldið öðrum á heimilinu vakandi með þessu geltiBlush

En dúllan min kom heim úr sumarbúsaðnum og var svo rosalega glöð að koma heim til mömmu gömluWink

Eitthvað fórum við að ræða um gamla og unga foreldra og var hún glöð yfir að hún ætti gamla foreldra, einhverja skýringu vildi ég fá við þessu og, jú hún sagði að ungir foreldrar öskruðu meira á börnin sínErrm ehemm, ekki veit ég um sannleikan í þeim orðum...En hugsandi til baka þegar stóru krakkarnir voru lítil, gæti alveg verið að ég hafi verið miklu óþolinmæðari við þauBlush

Kannski er maður bara að vera viturri og rólegri með árunum, minnsta kosti skulum við vona það...

En ég skaust með dúlluna í kringluna í gær og þar var allt fullt af fólki eins og venjulega þannig að stoppið var stutt, en í dag verð ég að standa við orð mín um að fara að kaupa efni í jólakortin svo við getum farið að búa þau til......Að vísu er ég rosalega ánæð með mig, er nefnilega búin að versla inn fyrir jólabaksturinn þannig að ég get farið að ganga í að baka þegar mér hentarWink

En nú er ég með dúndrandi hausverk og íllt í augunum (aumingja ég) svo að ég ætla að hvíla mig smá og taka verkjatöflu........

kv unns 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er miklu þolinmóðari við yngstu mína,en ég var nokkurn tíma við hin þau eldri.Það er bara gott að vera gamalt foreldri

Birna Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef enga reynslu af því að vera gamalt foreldri, en ég er miklu þolinmóðari amma heldur en ég var sem ung mamma

Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég hef ekki reynslu af að vera gamall foreldri, var 29 ára er ég átti mitt yngsta. En sem amma hef ég bæði tíma og þolinmæði.  Hvíldu þig góða og láttu þér batna.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:22

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

hef einungis reynslu af því að vera kornung mamma...... bíð í ofvæni eftir því að það komi í ljós að ég verði amma með slatta af þolinmæði  .... farðu vel með þig og láttu þér batna.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 19:08

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvernig er heilsan í dag sæta

Birna Dúadóttir, 6.11.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Held ég verði aldrei álitin gömul mamma ... alla vega ekki af frumburðinum.. sem er aðeins 17 árum yngir... !

Farðu vel með þig... og ekkert stress við jólabaksturinn... 

Linda Lea Bogadóttir, 7.11.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband