30.10.2007 | 14:52
Komin heim
eftir rosalega góða ferð til dublin..Var pínu hrædd í fluginu út en til baka var þetta bara eins og að fara í stræto ehemmmm Ég og stóra mín vorum eins og tvær úr túngunum til að byrja með, vorum að missa okkur alveg í búðunum, en við róuðumst þegar líða tók á..
Annars var ég bara eigingjörn og fataði mig gjörsamlega upp. Buxur. peysur, kjóla, pils, boli, næföt skó og alveg fullt af snyrtivörum sem kosta ekkert þarna.
Nú verð ég að fara á fætur kl 6 á morgnana til að setja upp nýja andlitið, það að minnsta kosti sagði systir mín. En hvað með það ég hef ekkert látið eftir mér í svo mörg ár að ég er alveg í skýjunum.
Dúllan mín fékk nátturulega gommu og hann Nökkvi minn líka.
En boy o boy hvað írar geta djammað! Úff ég hef aldrei upplifað annað eins! Þeir dansa og drekka örugglega 3 sinnum meira en við á klakanum. Stóra mín var svo heppin að það voru 11 íslenskar stelpur á hótelinu og fór hún með þeim 2 kvöld..Og það sem mér fannst frábærast að þær voru edrú innan um alla fullu írana..Henni fannst að vísu allir írskir strákar frekar ljótir ehemm.En þær hittu sænska sjarma þannig að þær fengur að kíkja aðeins á þá ..En bara að kíkja
En ég er ennþá alveg í skýjunum þannig að ég ætla að hætta að sinni og koma mér níður á jörðina
kv unns
Athugasemdir
Velkomnar heim mæðgur......frábært að heyra þetta með flugið......nú eru þér allar leiðir færar framvegis mín kæra...járnfuglarnir...eru tilbúnir að bera þig hvert á land sem er...
já og til lukku með að hafa loksins látið verða af því að kaupa eitthvað handa þér
og nú er kátt í koti...allir hafa fengið eitthvað...koss og knús í bæinn...
josira, 30.10.2007 kl. 17:16
Velkomin heim og gaman að heyra hvað þetta var frábær ferð. Það er ekki eigingirni að kaupa sér eitthvað fallegt. Við verðum að gleðja sjálfa okkur og vera ánægðar, þá getum við gefið meira af okkur. Það er eins og með súrefnisgrímuna .Fyrst að hugsa um sjálfa sig til að geta hjálpað öðrum. Og svo heyrist mér að þú hafir nú ekki gleymt þínu fólki.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:31
Æðislegt
Jónína Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:20
Velkomin sæta,flott að þið skemmtuð ykkur svona vel.Ég hef djammað með Írskum eðal djúsurum,hörku boltar
Birna Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:42
Gott að það var gaman hjá ykkur. Get hins vegar ekki skrifað undir það að Írar séu ljótir..... Það finnst mér ekki, og daðrað geta þeir
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 23:05
Velkomin heim
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:04
Velkomin heim...og asskoti gott hjá þér að versla soldið á sjálfa þig...... hjá konum er þetta ekki kallað að vera eigingjarn...... þetta er einfaldlega jafn nauðsynlegt og að drekka vatn..... og það veit guð.... að ég er þyrst akkurat núna.... hvenær lokar í Kringlunni.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 2.11.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.