24.10.2007 | 08:37
Svefnlítil nótt
er liðin og nýr dagur tekinn við..Þetta ætlar engann endi að taka með þennan unga mann sem mér hefur verið tíðrætt um. Hann tók sig til og mætti hér í gærkvöldi með einhvern "vin" með sér.
Hefði það svo sem ekki neitt að segja, nema, við vorum farinn að sofa gamla settið, dúllan og Nökkvi minn lika.(hann var að gista hjá ömmu sinni) Nema hvað að bjallan hringdi og kallinn fór niður, hélt kannski að Stóra mín hafi gleymt lyklinum sínum, en nei þarna var tappinn sem sagt mættur og sagðist vera að koma með sjónvarð fyrir stóru mína. Ekki vildi kallinn minn taka þátt í því, þannig að tappinn og vinur hans ruddust inn og fóru að kalla manninn minn öllum íllum nöfnum, og þegar maðurinn var að reyna koma þeim út sparkaði "vinurinn" í hann. Ekki veit ég hvað er að verða af þessum ungu mönnum, en í kjölfarið á því hringdi ég á lögguna en þar sem þeir voru horfnir gátu þeir ekkert gert nema að benda á okkur á að fá áverkavottorð og kæra síðan.
Kallinn minn fór upp á slysó, fékk áverkavottorð og ætlum við að leggja fram kæru í dag
En auðvitað var tappinn búin að hringja í stóru og hóta að berja hana og drepa sig síðan, svei mér þá ætlar þetta engan endi að hafa
Stóra mín búin að vera í þvílíkum kvíða og er alveg skíthrædd þar sem þetta allt er farið að bitna á hele famelían.
Úff hvað ég er fegin að við séum að fara til dublin í bítið á morgun sjúkket! Hann vonandi eltir hana ekki þangað..Hann ætti bara að reyna það, við myndum bara siga írsku löggunni á hann.!
En, já, sem sagt er orðið stutt í brottför og er kvíðinn búin að heltaka mig, en ég er seif, fékk einhverja többlu til að taka fyrir brottför þannig að ég hlít að verða bara eitt bros alla leið. Vona það í það minnsta ehemm.
En núna ætla ég að fara að gefa Nökkva mínum morgunmat, hann er nebblega í fríi á leikskólanum og mamman hans í skólanum. Best að njóta þessara stunda og leiða hugann frá öllu öðru.
kv unns
Athugasemdir
Gott að þið eruð að fara til Dublinar. Reynið að njóta þess og gleyma öllu "veseninu" þessa daga sem þið verðið úti. Það er erfitt að hafa svona "gaura "hangandi yfir höfði sér. Látið það ekki skemma ánægjuna af ferðinni, njótið hennar, kaupið jólagjafir og slappið af yfir góðri máltíð. Góða ferð og gangi ykkur allt í haginn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:24
Ömurlegt ástand fyrir ykkur, en ég tek undir góðu óskirnar hérna fyrir ofan Svo komið þið tvíefld til baka og lúskrið á helv.... strákandsk...
Jónína Dúadóttir, 24.10.2007 kl. 12:12
Góða ferð út
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:54
Góða ferð út og njótið ykkar í botn
Linda Lea Bogadóttir, 27.10.2007 kl. 14:14
Hrikalegt er að heyra þetta. Reynið nú að njóta Dublin og slaka á.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 02:21
Og var svo ekki bara hrikalega gaman
Birna Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 17:33
Vona þið hafið skemmt ykkur rosalega vel og komið hress og endurnærð heim aftur
Jónína Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.