Andleysi og kvíði

Ég er búin að vera alveg rosalega dofin og andlaus þessa helgi, vildi helst vera(ef ég mætti) undir sæng með breytt yfir haus..Mér stendur ekki á sama þegar ég er svona, því þá finnst mér eins og að þunglyndið sé að vinna mig en ég ekki það.

Þetta getur líka verið eftirstöðvar á látunum í síðustu viku. Ég vona það að minnsta kosti. En áfallahjálpin er enn ekki komin. Að vísu var hringt og spurt um líðan og aðstæður en svo á að hafa samband á mánudagsmorgun! Er svei mér ekki að fatta þetta allt saman.

Stóra mín er að reyna sitt besta og er hún hætt að fá endalausar hringingar, en ég vona að drengurinn fái alla þá hjálp sem hann þarf. Ég þekki alveg tilfinninguna að vera stjórnlaus og finnast maður vera á gjörsamlega annari plánetu..Þannig held ég nefnilega að honum líði og er það algjörlega ógeðsleg líðan..En eins og ég segi, vonandi tekur hann í þær hjálparhendur sem honum eru réttar..Ég get aldrei verið reið voða lengi og reiðin hjá mér hefur einhvernvegin snúist í vorkunn. Kannski er það alls ekki gott fyrir mig og minn sjúkdóm, reiði, nei finn hana ekki, frekar sorg yfir að svona ungur maður sé búin að rústa sínu lífi og næstum því lífi stóru minnar.

En hvað um það, þá fer ég til Dublin á fimmtudagsmorgun og er ég kominn með þennann líka stóra kvíðahnút í magan og hann bara magnast..Þegar ég er svona geri ég mál úr öllu í kringum mig og er örugglega alveg óþolandi fyrir fólkið í kring um migBlush

En vonandi fer þessi óvelkomni fylgdarsveinn ekki með mér til Dublin ehemmmWoundering

Úff kannski ætti ég að hætta núna og kannski gera bara eins og konan í kópavogi, FARA ÚT OG ÖS KRA!

En hætt, hætt.

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Leiðinlegt að heyra með þessi erfiðu sambúðarslit hjá stelpunni!  en veistu að fara út og öskra er þrælgott en kannski betra að gera það fyrir utan bæinn

Eigðu gott kvöld. 

Huld S. Ringsted, 21.10.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi ykkur allt í haginn heillin

Jónína Dúadóttir, 21.10.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi ykkur allt í haginn vina

Jónína Dúadóttir, 21.10.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gangi þér...og ykkur vel... kær kveðja...

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.10.2007 kl. 22:53

5 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig

Unnur R. H., 22.10.2007 kl. 08:49

6 Smámynd: josira

...elskurnar mínar,...sendi ykkur yndislegu mæðgum faðmlag og styrk í huga...

josira, 22.10.2007 kl. 14:48

7 identicon

Gangi þér vel ljúfan

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:16

8 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Brostu - ég sendi englana mína til þín... þeir hafa sko hjálpað mér á erfiðum stundum

Góða ferð til Dublin - engann kvíðahnút þangað.

Linda Lea Bogadóttir, 23.10.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband