Tíminn líður

allt of hratt. Þessi vika er búin að vera erfið, en sem betur fer fljót að líða.

Er búin að vera að vesenast í bankamálum, sem mér finnst ekki gaman, en málin að verða komin í höfnWink Hef ég verið raunar allt of upptekin í öðrum málum, til að hafa áhyggjur af flugferðinni í næstu viku.

En ég er byrjuð að skrifa lista yfir allt sem ég ætla að kaupa og er það ansi langur listiSmile Dúllan mín er líka mjög dugleg að bæta við þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta endar.

Held ég komi bara með borgina innpakkaða og staðsetji hana á hálendi íslandsLoL

Stóra mín á mjög bágt þessa dagana, og hef ég reynt að vera til taks fyrir hana. Var að enda sambúð sem var rosalega erfið og eru taugarnar í henni búnar. Bíð núna eftir að fá upphringingu um hvenær hún eigi að koma í áfallahjálp..Annars er ég svolítið hissa á hvað sá prósess tekur langan tíma, hefði haldið að það ætti að sinna svona málum strax, en svo er ekki.Fyrst þarf að útbúa beiðni og svo bara að bíða  og bíða eftir að haft verður samband...Eg er ekki alveg sáttGetLost

Vona bara að þetta sé að fara að ganga, henni líður alveg hræðilega og það er svo erfitt að horfa á barnið sitt í svona mikilli vanlíðan og geta í raun ekkert gert, nema jú verið hér.

Nú ætla ég að hætta í bili og sinna henni

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Veistu hvað þú ert að hjálpa henni rosalega mikið, með því "bara" að vera til staðar ?

Jónína Dúadóttir, 19.10.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hey skvís,þú ert flottust,knús

Birna Dúadóttir, 20.10.2007 kl. 10:29

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

leiðinlegt að heyra með dóttur þína. Ég er hissa. Ég hélt að áfallahjálp snerist einmitt um að hún fengist STRAX. Hélt að það væri pointið. Gangi ykkur vel. Ég trúi því að dóttir þín nái sér.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband