13.10.2007 | 11:37
loksins vöknuð
Eitthvað hef ég verið sofandi síðustu viku. Að minnsta kosti hef ég ekki gefið mér tíma til að blogga.
Eins og aðrir hef ég fylgst með atburðarrás í borgarstjórn, og að mínu mati finnst mér allt í lagi að leyfa Degi að sanna sig. Hann er jú læknir og aldrei að vita að það verði einhverjar bætur í heilbrigðisgeiranum..Ég er t.d. með lækni upp í árbæ þó ég búi í sundunum. Það er nebblega engir læknar á lausu hér, (þeir hafa kannski fengið pata af því að ég væri flutt í hverfið og hafna þess vegna nýjum sjúklingum)
Ég ætla að sækja um bensínstyrk svo ég geti farið til læknisins sem ég hef, finnst alveg sjálfsagt að það verði veitt Nei en að öllu gríni slepptu, þá hef ég bara haft nóg að gera, bæði heima og heimann. Er náttúrlega með krampa í maganum af kvíða við flugið Það eru bara 12 dagar í brottför til Dublin, þannig að ég hef enn nógan tíma til að kvíða ehemm.
En nú ætlar Gumminn minn, Birna og Nökkvi ömmugutti að gerast Skagamenn, eru búin að kaupa þar þannig að nú verður maður bara að borga 1800 kr til að heimsækja þau Ekki alveg sátt enn við göngin, en hver veit, kannski fer ég bara að læra á strætó og fara fyrir 200 kall
En þau eru nú ekki flutt dúllurnar, það verður í jólamánuðinum, nú bara að krossa til skagans í jólaboð hehe, þá slepp ég kannski í ár.
Úff ég held nú bara að fara að hætta að bulla og halda áfram með flugkvíðann, annað gengur ekki. Nei ætla frekar að skreppa í kringluna með dúlluna.Kíki á stóru mína þar sem hún er að vinna þar..
Have a goooooodd day
kv unns
Athugasemdir
Góðan daginn og velkomin á fætur
Birna Dúadóttir, 13.10.2007 kl. 11:50
Já bara vöknuð ? Skil ekki þetta með flughræðslu, en mér finnst þú góð að láta hana samt ekki stoppa þig.......
Jónína Dúadóttir, 13.10.2007 kl. 12:07
Dagur, já finnst þér hann eiga að fá tækifæri? Ég verð nú bara að segja það að ég hef
aldrei upplifað annan eins sandkassaleik, þetta eru sjálfs-umglaðir loddarar.
þetta með flughræðsluna, skil hana vel þó ég sé ekki flughrædd, þá er ég búin að
horfa upp á hana í ára raðir fólk getur ekki gert að þessu,
en reyndu að hugsa þetta sem bíl sem þú ert að fara í upp og niður fjall,
og reyndu að hafa gaman af þessu. Góða ferð og skemmtun.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.10.2007 kl. 16:15
kvitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:32
uhummm well dömur mínar, ég er svo sammála ölllllllum ykkur,! En gott að vera vöknuð aftur
Unnur R. H., 13.10.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.