4.10.2007 | 16:59
mikið um hugsanir
í gangi hjá mér í dag.....Hef verið að flokka ljósmyndir og setja í albúm..Mikil vinna, enda búin að fresta þessu í allnokkuð langan tíma..Margar af þessum myndum voru á tíma fyrrverandi..
Úff hvað það varerfitt að horfa á sumar af myndunum af sjálfri mér..Get alveg séð hvenær ég var orðin mjög óhamingjusöm, og eitthvað svo buguð, ekki gott
En þarna fann ég lika myndir síðan stóra mín og gumminn voru lítil og voru margar af þeir ánægjulegar
En eitthvað hafa minningar frá liðnum tímum verið að sækja á mig síðustu daga, er eiginlega að halda að ég sé bara að gera upp fortíðina, og leita eftir breyttum tímum,eða þannig les ég úr því.
Mikið af vondum tilfinningum og erfiðum tímum hefur verið flett upp í heilanum á mér. Að sumu leiti finnst mér það gott, hef kannski bara ekki komið auga á, hvað það er sem ég er búin að vinna úr og hvað ekki..Kominn tími á tiltekt þarna uppi!
En vonandi verður þetta til að ég geti farið að horfa fram á við með meiri bjartsýni og gleði, þótt það taki einhvern tíma.
Nú ætla ég samt að hugsa vel til gummans og fam. Þau eru nefnilega að kaupa sér þak yfir höfuðið, og vona ég,þótt þau fari úr bænum, að þetta gangi upp hjá þeim. Enda ekkert langt fyrir mig að fara , bara gegn um göngin
En núna ætla ég að snúa mér að ryksugunni svo ég fái ekki Margréti og Evu í heimsókn
Hafðið allir saman sem einn góðan dag
kv unns
Athugasemdir
Hey allt hugs er gott,í hófi
Birna Dúadóttir, 4.10.2007 kl. 19:03
rétt er það
Unnur R. H., 4.10.2007 kl. 19:54
Rétt er það hugsa í hófi aftur á bak.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:25
Algjörlega sammála, hóf er best í öllu
Jónína Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 11:59
Takk stelpur mínar
Unnur R. H., 5.10.2007 kl. 16:35
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.