Af hverju

ÉG er alltaf að undra mig á af hverju enginn geri neitt hér heima, þekki þið það ha!!!!

Eins og til dæmis, þá á ég uppþvottavél, en enginn setur í hana nema ég!!!!

Ég er alveg hissa á að fullorðið fólk getur ekki  bara sett einn disk í hel..... vélinaAngry

Eins og ég hafi bara ekki nóg með að hreyfa mig út af helv.....gigt... sjitt, er ekki í góðum gír...!

Æji hvað ég er neikvæð ómægod Angry

En ég ætla að reyna að vera jákvæð og brosa út í lífiðWink

Er að fara að setja dúlluna í rúmmið sé ykkur á morgun

kv unns 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Voðalega kannast ég eitthvað við þetta ! Ég spyr mín börn oft af því þegar ég kem heim úr vinnu; hvort þjónustustúlkan hafi verið í fríi í dag, eða hvernig þetta sé nú eiginlega með þessa húshjálp... hún mæti bara ekki til vinnu?

Heiða mín er reyndar mjög dugleg við að ganga frá eftir sig ... kemur fyrir stöku sinnum að sú vitneskja að við erum með uppþvottavél bara hreinlega hverfur úr huga hennar. Strákarnir hins vegar eru með ímyndaða þjónustustúlku á hverju strái. Held að þetta lagist ekki fyrr en þeir flytja alfarið að heiman. Ömurlegt samt að þurfa að tala um sama hlutinn daglega og skilaboðin fara bara inn um annað og út um hitt...

Enn lang oftast elska ég að þjóna börnunum mínum... það kemur að því að þau eru á bak og burt og við höfum ekkert að hugsa um nema okkur sjálfar - þess vegna nýt ég þess að dúllast í kringum þau.

Finn til með þér og þessari gigt sem er að plaga þig.

Linda Lea Bogadóttir, 27.9.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er svo heppin að það þarf ekkert fyrir henni dóttur minni að hafa.Hún er alveg eins og mamma sín,gengur bara frá Þegar þess þarf.Og er löt þegar það á við.Eldri krakkarnir,sem eru öll flutt að heiman voru,ja sko,voru ekki alveg þannig.Held að ég sé samt búin að gleyma því,best þannig

Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Unnur mín þetta er martröð okkar allra húsmæðra, við gerum allt á heimilinu!!

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég bjó einu sinni með manni sem vaskaði alltaf reglulega upp,einu sinni í viku.Tekið til þess af eldri konum hvað hann væri myndarlegur í heimili.Svo skaffaði hann svo vel líka,fannst þeim.Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um hann,blessuð sé minning hans

Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: josira

Kannast við þetta ástand hér á árum áður...

josira, 28.9.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband