Eitt skref enn

Í gær tók ég stórt skref fram á við..Málið er að ég er með félags og víðáttufælni, sem mér hefur ekki gengið neitt rosa vel að vinna í..

En til þess að byrja á einu skrefi ákvað ég að gerast bekkjarfulltrúi í bekknum hjá dúllunni..

Kannski, ef ég hefði vitað, í hverju það fælist, hefði ég örugglega hætt viðBlush

Fór á fund í gærkvöldi þar sem saman voru komnir bekkjafulltrúar ALLRA bekkja í skólanumFrown

Ómg, ég hélt að ég myndi ekki hafa þetta af, svo svona til að bæta gráu ofan á svart vorum við látin fara í leikBlush. Þar átti að reyna á minnið og að kynnast innbyrgðis...Hólí mólí, alveg rosalegtFrown

En einhvern vegin kláraði ég mig þarna svona þokkalegaGetLost. Og í næstu viku fer ég á námskeið fyrir bekkjarf til að læra það! sem sagt að læra hvernig ég á að koma mínum skoðunum og öðru til hinna foreldrana..Eins gott að það seu haldin námskeið í því vegna þess só help mí god, þá er það ekki mín sterkasta hlið..Er miklu færari í að láta valta yfir migCrying

En þetta er alveg rosalega stórt skref fyrir mig og vona ég , að ég standi mig vel í vetur.

Og til þess að fullkomna þetta, ætla ég að taka þátt í foreldraröltinu á föstudagskvöldum !! Bara góð kjellanGrin

Kannski fyrir þá sem ekki þekkja svona fælni, þá er þetta alveg hræðileg hömlun hjá manni..Um tíma þorði ég ekki út í búð, fer ekki í bíó, og vill helst halda mig sér ef ég verð að fara á mannamót svona yfir höfuð. En með þessu ætla ég mér að fara vinna bug á þessu og monta mig við geddarann minnGrin

En nú í rituðum orðum er dúllan mín í fyrsta tímanum á leiklistarnámsleiðinu og verður því nóg að gera hjá henni þegar heim er komið, að segja frá...Oh hvað það verður gaman, hún er svooo spennt fyrir þessu, þetta eflir sjálfið í henni og gerir hana frjálsari gagnkvæmt öðrum..

En er hætt, ætla bara að halda áfram að gera sem minnstTounge

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

FRÁBÆRT... til hamingju með þennan stóra áfanga...... og mundu.... það eru öllu litlu skrefin sem reiknast.... gangi þér vel

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.9.2007 kl. 16:01

2 identicon

Frábært og til hamingju með þetta. Að stíga inn í óttann og horfast í augu við hann er leiðin til að sigra.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Unnur R. H.

TAKK

Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: josira

Það er stórir sigrar í hverju litlu skrefi ......þínu, mín kæra. Til lukku með hvern þann áfanga sem vinnst...Keep on girl  hef sjálf verið að glíma við þetta ástand...

josira, 27.9.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Flott hjá þér. Eina ráðið til að sigrast á fælni af öllu tagi er að ráðast á hana af öllu afli. Eitt skref í einu og aftur og aftur og vittu til einn daginn fattarðu að fælnin er bara horfin. Og vittu til það verður góður dagar. Það þekki ég af eigin reynslu.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband