25.9.2007 | 12:03
Kuldi
Úff hvað mér fannst kalt að koma út í morgun brrrrr..En nú skín sólin og er ágætt að halda sig bara þar sem hún er Eitthvað fór helgin hjá mér allt öðru vísi en planið var
Ég fór í innflutningspartýið sem var alveg ágætt.
Ég fór ekki norður
Ég fór hins vegar upp á slysó.
Einmitt eins og það sé eitthvað sem ég væri búin að plana,,nei ó nei
Vaknaði við símann aðfaranótt sunnudagsins og þar sem ég var vöknuð ákvað ég að skreppa á wc og losa,en nema það að ég náttúrulega þurfti endilega að reka tærnar í rúmmfótinn og tærnar fóru í klessu!!
Upp á slysó var haldið og tók það mig 4 klukkutíma að fá að vita að mér hafi EKKI tekist að brjóta tærnar Halló eins og það hefði verið eitthvað sem maður vill ojjj.
Nema þá hafði ég það samt af að bráka draslið, þannig að nú er ég haltrandi, bólgin og skapvond..
Enn annars er ég bara rosa hress
Jæja en ég er farinn að hlakka til morgundagsins, þar sem dúllan er að byrja á leiklistarnámskeiðinu, held að ég sé bara spenntari en hún uhum eitthvað er það skrýtið
Kannski er það bara vegna þess að ég hefði nú alveg verið til í að fara á svona námskeið þegar ég var 8 ára, en á þeim dögum var það ekki í boði (úff hvað maður er orðin gamall)
Dagurinn í dag fer bara í að horfa á sólina, haltra upp og niður stigana, flokka sokka og gera annað skemmtilegt!!
Ætla mér að fara að byrja á þessu..En alveg fannst mér samt típískt að við íslendingar séum þekktir fyrir þol á drykkju ,ekki kom það mér í raun nokkuð á óvart..Eins sá ég smá auglýsingu á næsta House þætti og ekki gat ég betur heyrt en stúlkan sem verður heltekin af honum, vitnar í að á ÍSLANDI þyki alveg sjálfsagt að vera farinn að stunda kynlíf 14 ára Ekki gott að alþjóð fái þessa ýmind af okkur í ofanálag!!
Hætt áður en ég missi mig í eitthvað annað!
kv unns
Athugasemdir
Æts
Birna Dúadóttir, 25.9.2007 kl. 12:52
úps þetta er vooont hef lent sjálf í þessu... það er alveg með ólíkindum, hvað getur ekki komið fyrir þig mín kæra
josira, 25.9.2007 kl. 19:36
Held að það séu einhver æðri kerfi að stríða mér Kannski á ég bara að hafa það gott og liggja í blogginu hehehehe
Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 09:53
Að liggja í blogginu... hehe.. þú ert búin að búa til brandara... liggjandi bloggarinn þinn með slösuðu tásurnar
josira, 26.9.2007 kl. 10:15
Passaðu þig á því hvar þú gengur hehehehehe.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:32
heirrru bara Birna dis ég passa alltaf hvar ég geng, það eru mublurnar sem færa sig sjálfar
Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.