20.9.2007 | 11:58
Rugluvottur
Enn og aftur er ég kominn með einhverja ruglu í hausinn á mér!! Eins og mig langar að fara norður, þá er ég núna búin að sjá fullt af örðum hlutum sem ég vill frekar gera
Nú langar mig til dæmis frekar að fara á linudansinn á laugardaginn.
Nú langar mig, að fara í langholtskirkju á sunnudaginn með dúlluna, þar sem ýmislegt verður í boði.
Þannig að í augnablikinu veit ég ekkert hvað verður úr þessu hjá mér
Annars var ég að skrá dúlluna á leiklistarnámskeið sem hún er rosalega spennt fyrir..Það var endirinn á rökræðum um hvað henni langaði að gera utan skólans..Erum búin að bjóða henni að fara að læra á hlóðfæri, en nei, hún hefur ekki áhuga! Íþróttir er eitthvað sem fær hana til að fá hroll um sig alla, þannig að ekki kom það til greina..Loksins fann hún eitthvað sem hún hefur áhuga á og er það mjög gott mál Ég var í morgun út í skóla með henni þar sem verið var að kynna lífstílinn fyrir veturinn, en hún var í þessu átaki í fyrra og fannst mér það alveg frábært..En er hætt í bili
kv unns
Athugasemdir
já mín kæra, svona er þetta blessaða líf...eilífar ákvarðanatökur...og stundum með ólíkindum hvað þær þurfa að koma svo oft á sama tíma...Fylgdu bara eftir hjartans rómi og gerðu það sem gefur þér meira gott fyrir sálina... t.d. mér heyrist að þig langi frekar að fara í línudansinn og langholtskirkju heldur en norður og þá bara gerir þú það þú ferð barasta á 35 ára hittingin
josira, 20.9.2007 kl. 18:09
já alveg er þetta rétt..Ég vil frekar dansa og vera kirkjurækin heldur en fara norður
Unnur R. H., 20.9.2007 kl. 20:16
Já þær eru sko erfiðar ákvarðanirnar - ef margt er í boði... sjáðu bara dúlluna þína hvað þetta getur stundum verið erfitt. Ef ég mætti gefa þér ráð - þá myndi ég skella mér norður... ekki á hverju ári sem þú fagnar þessum áfanga! Langhotskirkja fer ekkert og línudansinn líka - er það ekki ?
Take care...
- L
Linda Lea (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:22
Flækjufótur
Birna Dúadóttir, 20.9.2007 kl. 23:07
Humm.................í hvaða stjörnumerki ertu? BTW gerðu það sem þig langar virkilega til að gera, segi einsog Linda Lea (sem er Vog einsog ég hehe ) Langholtskirkja fer ekkert og ekki línudansinn, og Dúllan þín lúllar hjá kátri mömmu á sunnudagskvöldið, no matter what
Didda, 20.9.2007 kl. 23:16
mmmmmmmmmmm,, erfitt ha! Auðvitað fer kirkjan ekki, línudansinn ekki heldur, og ég er meyja. Úffa púffa, þarf að laga rugluna í hausnum á mér
Unnur R. H., 21.9.2007 kl. 08:42
Það er verst að ekki skuli vera hægt að sameina þetta bara allt sammen...
josira, 21.9.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.