18.9.2007 | 09:51
Vikubyrjun
Hjá mér er vikan rétt að byrja..Er eitthvað svo kraftlaus í dag. Líklegasta skýringin er heimsókn til gigtarlæknisins í gær.
Eftir potið og pikkið hjá henni er ég búin að vera að drepast úr verkjum Svaf lítið í nótt og er ekkert rosalega hress svona í morgunsárið.
En helgin var ágæt hjá mér...Nökkvi minn kom til ömmu sinnar á laugardaginn til að gista hjá henni og Evítu dúllu..Við ákváðum að horfa saman á Herra Bean saman og éta á okkur gat af snakki og drasli..Auðvitað gerðum við það og hlóum mikið af þessari vitleysu..En jú hláturinn lengir lífið ekki satt
Annars varð ég sleginn þegar ég las andlátfréttir..Sá ég þá að Simmi, útibústjóri í bónus Árbæ er látinn Varð mér mjög um það. Ekki er langt síðan ég lagði leið mína í Árbæinn til að fara þar í bónus, þar sem þetta er gamla búðin mín..Þann dag var Simmi að afgreiða, en nokkrum dögum seinna var hann allur..Vil ég votta sambýliskonu og dætrum mína dýpstu samúðar
Er þá hætt í bili
kv unns
Athugasemdir
Kæra Unns, það er svo margt sem ég gæti sagt þér um gigt,
en spyr bara ertu í Gigtarfélaginu þar fær maður svo margar
upplýsingar sem eru gagnlegar.
Gangi þér allt í haginn.
K.v.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2007 kl. 10:43
nei heyrðu er ekki gengin í það. Læknirinn var að benda mér á það í gær..Ætla að afla mér upplýsingar um það..Einnig að tékka á leikfimi tengdu því.
Takka fyrir ábendinguna
Unnur R. H., 18.9.2007 kl. 12:05
Knús
Birna Dúadóttir, 18.9.2007 kl. 12:36
Takk fyrir innlitið á síðuna mína. Vona að þú hafir það betra þegar líður á daginn þó morguninn hafi ekki verið góður.
Mundu að hrósa sjálfri þér...
Linda Lea (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.