11 sept

Þessi dagur hefur verið kyrrsettur í huga manns, síðan árásinn var gerð á tvíbbaturnana..En hjá mér er hann líka minnisstæður, því þennan dag 1990 fæddist lítil dama norður á Akureyri, og fékk ég þann heiður að vera guðmóðir hennarWink Til hamingju með 17 árin elsku Arna ViðeyInLove Man ég líka eftir hversu sár hún varð yfir að hryðjuverkamenn skyldu nota hennar dag til íllvirkja......Alveg skildi ég hana þá..Núna er sú minning sem kemur í hugann þegar þessi dagur kemur en ekki afmælið hennarFrown En þetta jafnar sig svo framalega sem þessir leiðtogar hryðjuverka hætta að minna á sig þennan dagAngry Dagurinn í gær fór í læknastúss, svo og verður þessi dagur. En ég geymi nefnilega allt sem heitir heilsubresti, set það í pakka og dríf mig svo á stað í læknaleiðangurCool. Þetta hef ég oft gert, og oftar en ekki þá höfum við Stóra mín farið saman í þennan leiðangur....Læknir sem ég áður hafði, upp í Grafarvogi, var farinn að brosa þegar hann sá okkur..Oftast sagði hann,jæja koma mæðgurnar, þá er líklega eitthvað að hjá ykkur báðumBlushSmile. En þetta fannst mér alveg ágætt fyrirkomulag hjá okkur, sparaði mér ferðir og reddaði okkur báðum á einu bretti..En nú er Stóra mín flutt að heiman og fer bara sjálf til doc ef hún þarf, svo núna er ég bara ein í þessum leiðangrum mínumCrying. Verð að sætta mig við það!!Ég er svo ósátt við að kunna ekki að nýta mér þá möguleika sem eru í boði með blogginu, þarf endilega fá einhvern í heimsókn sem kann á þettaWoundering.  Það kemur vonandi...En er nú að fara að búa mig undir læknisviðtal no 2, no 3 verður á mánudaginn næsta...Svo nú er ég þotinn af stað..Hafi allir það sem best í dagSmile

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gangi þér vel

Birna Dúadóttir, 11.9.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Unnur R. H.

Takk Kominn til baka 8000 kr fátækari og fullan poka af pillum oj

Unnur R. H., 11.9.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það kostar sko peninga að vera veikur. Vonandi skila pillurnar góðum árangri. Gangi þér vel.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.9.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Unnur R. H.

já það er sko dýrt Eins gott að það virki

Unnur R. H., 11.9.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Settu þær bara í skál á stofuborðið og bjóddu gestum með þér.Það væri amk góð partysaga

Birna Dúadóttir, 11.9.2007 kl. 19:36

6 Smámynd: Unnur R. H.

hahaha þessi góður, ætti að bæta geðlyfjunum með til að hafa meira úrval

Unnur R. H., 11.9.2007 kl. 19:58

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér finnst nú dramað í kringum 11. september alveg yfirgengilegt. Auðvitað er slæmt að allt þetta fólk dó og ég skil alveg sorg aðstandenda. En að allur heimurinn þurfi að standa á öndinni árlega er of langt gengið. Afmæliskveðjur til afmælisbarnsins

...og gangi þér vel í læknastússinu þótt leiðinlegt sé. Það borgar sig.

Laufey Ólafsdóttir, 11.9.2007 kl. 23:51

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm ég er sammála þessu með fárið á hverju ári.Spurning um að sleppa öllu þessu drama og halda áfram

Birna Dúadóttir, 12.9.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband