Haust að ganga í garð

Eitthvað finnst mér haustlegt úti að líta..Horfi hér út um gluggan og sé að trén eru að byrja að fá á sig haustlitina..Mér finnst það fallegt.Á haustin finnst mér vera værð yfir mér og þá er andlega hliðin í góðum gír og ég brosi eins og asni út í loftiðWink Hún dúlla litla er loks orðin sátt við meðalið sitt og er öll að braggast og koma til..Á laugardaginn var bara gaman,Gummi minn, Birna og Nökkvi komu í morgunkaffi til min og gáfu mér diskinn með Garðari Thór sem mér er búið að langa svo í, enda hoppaði ég hæð mína af gleðiLoL  Eftir hádegi kom mamma, Guðjón bróðir og Haukur Heiðar, og fengu sér kaffi með mér...Allaf finnst mér gaman að fá fólk til mín, þótt ekki séu nein stórafmæli. Að endingu kom stóra mín og hún þessi elska gaf mömmu sinni tíu þúsunda úttekt í kringlunni...Svona er hún allaf góð við mig þessi elska..Ekki leið henni vel svo að það fór smá tími hjá okkur að spjalla um hve lífið getur verið erfitt og ósanngjarnt stundum..En mér finnst hún alveg rosalega dugleg og mikil hetja. Hún er búin að vera edrú í hálf ár og er sko að standa sig í öllu..Hún vinnur mikið(kannski of), er rosalega vel liðin þar sem hún er að vinna, en vinur hennar er ekki eins heppinn..Hann hefur ekki getað staðið sig og eðlilega hefur það mikil áhrif á hana og loks kom vendipunktur hjá henni..Hún bara gafst upp á feluleiknum....Þetta fékk mjög mikið á mig, en ég var farinn að gruna ýmislegt án þess að segja orð..Beið eftir að hún segði mér stöðuna sjálf..En hvað um það ætlar hann að fara aftur í meðferð og síðan er bara að bíða og sjá til hvað verður í framtíðinni...Sárast þótti henni þó að hún var búin að lofa dúllunni því að hún fengi að gista en ekki var það hægt, og það er það sem henni þykir sárast....En það koma fleiri helgar eftir þessa þannig að sú stutta er orðin sátt núna...En nú ætla ég að hætta í bili, fara í bað og vera tilbúin að fara til doc Arons.

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góðir hlutir gerast,sumir hægt,aðrir hratt.Glæsilegt

Birna Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: Solla hjukka

Takk fyrir afmæliskveðjuna, og til hamingju með afmælið sl. laugardag

Solla hjukka, 10.9.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband