heiðursgestur

Eitthvað var annað upp á tenginginn hjá mér í morgun þegar ég fór á fæturHappy Enda bara full ástæða til að gleðjast...Hann Nökkvi Máni Guðmundsson er kominn til ömmu gömlu og ætlar að vera í 4 DAGAGrin  Þessi elsku gullmoli hennar ömmu sinnar er búin að vera svoooo mikið í útlöndum í sumar að mér finnst ég varla búin að sjá hann síðan í vor...Fyrst var það Tyrkland svo heima í smátíma og nú var hann að koma heim eftir 2 vikna dvöl á Mallorca...Þessi gutti er alveg yndislegur, þarf mjög lítið að hafa fyrir honum og hann er svona lítill proffi í sér þannig að það er gaman að ræða við hann..Nema í gærkvöldi kom hann með fullt af tölvuleikjum í playstation tölvuna og tilkynnti mér hreykin að hann væri sko með leik sem amma mundi fíla!!!!! Eitthvað varð ég vandræðaleg þegar molinn minn sýndi mér leikinn en það er kúluleikur leyfður 3 ára og eldriBlush Uppps ehe....Hann hefur nefnilega oft fylgst með þeirri gömlu í leikjum og sá nátturulega að þetta var eini leikurinn sem ég mundi ráða viðGrin Þetta var bara yndislegt..En núna erum við bara að snúlla okkur þangað til dúllan kemur heim úr skólanum, gaman, gaman...Svo fékk ég upphringingu í gærkvöldi frá vinkonu á Akureyri sem var að ath hvort hún og kallinn gætuð fengið að vera hér hjá mér um helgina, þannig að nú verð ég að taka á honum stóra mínum og laga til í föndurherberginu og redda dýnum svo þau þurfi ekki að sofa bara á beru gólfinuWink  Það verður bara gaman að hafa þau þessa 2 daga, góð afsökun hjá mér að fara í IKEA og aðra fjarlæga staði hehehe. en er hætt að sinni

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm, ömmur og tölvuleikir.Við erum örugglega nokkuð góðar í þeim

Birna Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Unnur R. H.

Eimnitt er alveg frábær í kúluleikjum

Unnur R. H., 30.8.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband