Erfitt

Sumir morgnar eru erfiðari en aðrir, svei mér þáFrown Ekki það að dúllan sé erfið, langt þar í frá, heldur er það fullorðið fólk sem getur reynst mér erfitt!!!! Var varla búin að drekka fyrsta kaffibollann þegar síminn hringdi og vinkona mín var hinumegin á línunni ekki neitt smá arfa reiðFrown  Það sem ég fékk að heyra var ábyrgðarleysi fullorðins fólks á hundum sínum....Þetta þurfti ég að hlusta á í næstum 2 tíma!

Eyrun á mér voru orðin soðin bæði það sem ég var alltaf að skipta um eyra til að heyra það sem hún þurfti að blása út með..Ok get alveg skilið að það fari í taugarnar á henni þegar aðrir eru með hundana sína lausa, en mér er málið pínu skilt þar sem ég þekki flesta sem hún var að tala umBlush En þetta eru nú gæðaskinn sem eru bara að leika sér saman eldsnemma á morgnana á nokkurra láta eða gelta..Hún á hinsvegar 2 litla hunda sem gelta alveg óskaplega þegar þeir sjá aðra hunda þannig að kannski er þetta skiljanlegt fyrir hana að vilja ekki vera með sína litlu snargeggjaða svona snemma morguns og ógna þar með svefnfrið nágranna sem geta sofið pínu lengur...En hvað með það þá loks er hún var búin að tala við mig hringdi einn eigandi hinna hundana í mig og var að ath hvort ég hafi ekki fengið að heyra af þessu..Júójú hvort ég hafði eitthvað heyrt...En lýsingin sem ég fékk frá þeirri góðu frú var önnur en ég hafði haldið.....Jújú þá hafði mín kæra vinkona komið með hundana sína út, klædd náttfötum, ufin og með sígó í munninum og þar fyrir leit hún út eins og kona sem ekki væri í lagi þar sem hún var að ausa sig yfir þessa ófyrirleitnu hundaeigendur, með sígarettuna upp í sér(hún þurfti báðar hendur til að halda í hundana)  skildu hinar ekki  orð af því hvað hún væri eiginlega að segja..Af hundunum að frétta (þessum óvelkomnu) sátu þeir hinir rólegustu og horfðu með forundran á þessa konu með litlu geltandi hundana!!!!! En ég er búin að fá skýringu á af hverju vinkonan var svona brjáluð...Hún vaknaði einfaldlega allt of snemma og var ekki alveg sátt við sitt!!!!!En þetta er allt gott fólk og engin held ég að eftirmali verði á þessu..En nú er ég svöng og langar í meira kaffi og ætla að jafna mig á öllu þessu svo BÆ

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Morgunstund gefur gull í mund

Birna Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Unnur R. H.

ÚFFFFFFFF vildi ég óska! vona að morgundagurinn verði gullinn

Unnur R. H., 29.8.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hann verður það,það er ekkert annað í boði

Birna Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband